Hér má nálgast leiðbeiningar um hvernig hleðslustillingu er breytt í 90%.

Svona takmarkar þú hleðslu við 90%

Ýttu á rafhlöðuna á skjá.

Næst birtist „Energy information“ fyrir miðju. Ýttu á rafhlöðuna þar til að komast í stillingar.

Inni í stillingum ýtirðu á DC charger.

Breyttu DC charger limit í 90% með því að ýta einu sinni á mínusinn [–] (1). Að því loknu ýtirðu á OK (2).

Næst ýtirðu á AC station.

Breyttu AC charger limit í 90% með því að ýta einu sinni á mínusinn [–] (1) . Að því loknu ýtirðu á OK (2).

Þá er endurstillingu lokið. Til að fara til baka ýtirðu á ⮌.

Skoðaðu í „Energy information“ að DC og AC charger limit sýni 90%Til að fara til baka ýtirðu á ⮌.

Þá ertu aftur á upphafsskjá og bíllinn tímabundið stilltur á 90% hleðslu.

Kíktu til okkar

Viðskiptavinum er einnig velkomið að hafa samband við okkur  til að fá leiðbeiningar um breytinguna.
Kauptúni 1 - 210 Garðabær
575-1200

Eða kíkja til næsta umboðsaðila utan höfuðborgarsvæðisins til að fá aðstoð við endurstillinguna.

Finna umboðsaðila