i10

Lífgar uppá borgina

Ekki hika. Láttu taka eftir þér.

Það eru litlu hlutirnir í lífinu sem gera gæfumuninn.
Þannig er Hyundai i10. Fersk hönnun og flottustu tæknilausnir sem völ er á gera bílinn að eldsnjöllum félaga sem gerir þér kleift að sýna stíl, njóta sveigjanleika – og lifa stórt.

Lifðu stórt og lifðu fallega.

Flæðandi línur og kraftmiklar andstæður – kraftmikið útlitið á i10 fangar athyglina á svipstundu. Með lægra þaki og breiðari yfirbyggingu gerir lífleg hönnunin bílinn einstakan í sínum flokki. Vöðvar mannslíkamans undir sportlegum fatnaði urðu að innblæstri fyrir hönnunina og stílhrein, mjúk en kröftug yfirbyggingin er mótuð til að tryggja ríflegt innanrými. Að framanverðu undirstrika afgerandi framljósin og mótaður stuðarinn að þetta er bíll sem tekur afstöðu og lætur í sér heyra á nútímalegan hátt.

Tvívirk aðalljós og LED dagljós

Sportlegar álfelgur

Djörf ný hönnun á grill og framstuðara.

Straumlínulagaður framstuðari með kringlóttum þokuljósum gefur i10 einkennandi svip í umferðinni.

Glæsilegt og stílhreint innanrými

Innanrýmið státar af tígullaga mynstrum, ferskri áferð og nýjustu margmiðlunartækninni.
Hönnunin er innblásin af skörpum hönnunareinkennum og einkennist innanrýmið í i10 af mjúkum yfirborðsflötum.

Fjögur eða fimm sæti? Þú ræður.

Þetta er bíll sem rúmar miklu meira en þú heldur við fyrstu sýn, hann er hálfgert rýmiskraftaverk sem rúmar allt sem borgarlíf hefur upp á að bjóða.
Hægt er að fá i10 með fjórum eða fimm sætum.
Hjólhafið í i10 er lengra en í fyrri útgáfum, sem skilar auknu rými fyrir farþega, bæði í fram- og afturhluta.

Sportlegt yfirbragð

Á mælaborði og hurðarklæðningu er notað eftirtektarvert og nýtt sexstrent mynstur sem gefur ökumannsrýminu sportlegt yfirbragð. Hringlaga loftunaropin teygja sig frá mælaborðinu og yfir hurðarklæðninguna, sem eykur enn á rýmistilfinninguna.

8” snertiskjár

8” snertiskjárinn notar Apple CarPlay™ og Android Auto™ til að spegla efnið í snjallsímanum þínum. Þegar bíllinn er búinn leiðsögukerfi er fimm ára áskrift að Hyundai LIVE Services innifalin.

Sparneytni hefur aldrei verið glæsilegri.

Þú getur valið á milli tveggja MPi-bensínvéla með innspýtingu: 1,0 lítra, þriggja strokka vél með 67 hö. og 96 Nm togi og 1,2 lítra, fjögurra strokka vél með 84 hö. og 118 Nm togi.
Fyrir báðar vélarnar er hægt að velja á milli tveggja gírkassa.

Beinskipting

Mjúkur fimm gíra gírkassinn er hannaður fyrir snögga og nákvæma gírskiptingu.

Hálfsjálfvirk beinskipting

Fimm gíra hálfsjálfvirka beinskiptingin (AMT) skilar auðveldum og afslöppuðum akstri eins og með sjálfskiptingu, en sparneytnin er meiri vegna meiri léttleika og minni núnings í samanburði við hefðbundna sjálfskiptingu.

Fullkominn þegar plássið er lítið en stundin er stór.

Það getur orðið þröng á þingi á götum borgarinnar. Þú verður því himinlifandi með þennan snjalla og meðfærilega borgarbíl á þröngum gatnamótum og bílastæðum. i10 er aðeins 3,67 metrar á lengd og 1,68 metrar að breidd og nær samt að sameina nett ytra byrði við rúmgott innanrými. Hvort sem þú ætlar að leggja upp við gangstétt eða fylla bílinn af farangri fyrir helgarferð nær glænýr i10 að tryggja þér feikinóg farangursrými og sveigjanleikann til að lifa lífinu með glæsibrag.

Fjölhæft hleðslurými

Farangursgeymslan er 252 lítrar og ein sú stærsta í flokki sambærilegra bíla, auk þess að vera mjög sveigjanleg. Tveggja hluta farangurskerfið hámarkar rýmið í neðri stöðunni, en í efri stöðunni myndast slétt hleðslusvæði fyrir lengri hluti

Hiti í stýri

Hlýjar hendur þegar kalt er í veðri. Með hita í stýri er miklu þægilegra að keyra á veturna.

Þráðlaus farsímahleðsla

Auðvelda leiðin til að hlaða snjallsímann. Á miðstokknum er haganlega staðsettur þráðlaus hleðslubakki þar sem þú getur hlaðið Qi-samhæfa snjallsíma þráðlaust. Um borð er einnig að finna USB-tengi.

E-Call búnaður

Þessi búnaður hringir sjálfkrafa í neyðaraðstoð ef þú lendir í slysi og loftpúðarnir fara í gang. Einnig er hægt að ýta á SOS-hnappinn til að fá neyðarþjónustu allan sólarhringinn, allt árið um kring.

Tækni sem tryggir öryggi og hugarró.

i10 státar af einum viðamesta tæknipakka vegna akstursöryggis í sínum flokki.
Þar má nefna Hyundai SmartSense – háþróaða akstursaðstoðarkerfið okkar – sem er hannað til að tryggja þér aukið öryggi og hugarró.

Hyundai SmartSense

Hyundai SmartSense er hugvitssamlegt aðstoðarkerfi fyrir ökumann í i10
og býður upp á nýjustu akstursöryggistækni sem veitir þér aukið öryggi og hugarró.

Háljósaaðstoð (HBA)

Minni streita og hámarksútsýni. Háljósaaðstoðin greinir ekki aðeins aðvífandi bíla heldur einnig bíla fyrir framan á sömu akrein og skiptir yfir í lágu ljósin eftir því sem við á.

FCA-árekstraröryggiskerfi

Kerfið notar fjölnota myndavélina til að greina veginn framundan og hemlar sjálfkrafa þegar það greinir óvænta hemlun hjá bíl fyrir framan. Kerfið er einnig búið greiningartækni fyrir gangandi vegfarendur.

Skynjari fyrir hreyfingu bíls á undan

Þessi hugvitssamlegi eiginleiki fyrir borgarakstur lætur ökumanninn vita þegar bíllinn á undanekur af stað, t.d. á umferðarljósum eða í umferðarteppu.

Akreinastýring (LKA)

Akreinastýringin (LKA) notar fjölnota myndavélina framan á bílnum til að greina vegamerkingar. Ef farið er óvart yfir línu varar hún þig við og beitir stýrisátaki til að beina bílnum aftur inn á akreinina.

Athyglisviðvörun

Þegar kerfið greinir þreytu eða einbeitingarleysi varar það þig við með hljóðmerki og viðvörunarskilaboðum þar sem mælt er með því að þú takir þér hlé frá akstrinum.

Hraðatakmörkun

Þetta kerfi greinir skilti með hraðamerkingum og birtir hámarkshraða í rauntíma, bæði á skjá leiðsögukerfisins og mælaborðinu.

Myndir

Verð og búnaður