Ratsjár- og myndavélakerfi á framhlið bílsins greina ökutæki framundan á veginum og gangandi vegfarendur. Neyðarhemlunarkerfið hemlar sjálfkrafa til að minnka líkurnar á alvarlegum árekstri eða minnka alvarleika áreksturs. Kerfið bregst við ökutækjum sem það greinir með myndavél og hægt er að bæta við ratsjá sem greinir gangandi vegfarendur.
Heldur forstilltri fjarlægð frá næsta ökutæki á undan með því að minnka eða auka hraðann sjálfkrafa upp að tilgreindum mörkum. Í mjög hægri umferð og umferðarteppum viðheldur ASCC-snjallhraðastillingin forstilltri fjarlægð eftir að bíllinn nemur staðar og setur vélina aftur í gang þegar umferðin framundan tekur að hreyfast á ný.
Þegar bíllinn er í bakkgír varar umferðarskynjarinn við ökutækjum sem nálgast frá hlið.
Skynjarar á afturstuðara greina nálægð ökutækja sem eru á blindsvæði og birta viðvörunarljós á viðeigandi hliðarspegli. Ef stefnuljós er gefið þegar ökutæki er á blindsvæði gefur kerfið frá sér hljóðmerki.
Þessi tækni tryggir að þú getir áhyggjulaus tekið af stað í brekku án þess að renna aftur á bak þegar þú tekur fótinn af hemlafótstiginu.