i30

Aktu. Í nýjum bíl við allra hæfi.

Afköst

1.6 MPi-bensínvél

1.6 MPi-bensínvélin skilar að hámarki 127,5 hö. við 6300 sn./mín. og 15,8 kg m togi við 4850 sn./mín.

2.0 GDi-bensínvél

2.0 MPi-bensínvélin skilar að hámarki 164 hö. við 6200 sn./mín. og 20,7 kg m togi við 4700 sn./mín.

1.6 CRDi-dísilvél

1.6 CRDi-dísilvélin skilar framúrskarandi hámarksafköstum upp á 136 hö. við 4000 sn./mín. og hámarkstogi upp á 30,6 kg m við 1750 ~ 2500 sn./mín.

Öryggi

Alhliða staðlaður öryggisbúnaður í nýja i30 gefur farþegum öryggistilfinningu og hugarró.

Sjálfvirk neyðarhemlun (AEB)

Ratsjár- og myndavélakerfi á framhlið bílsins greina ökutæki framundan á veginum og gangandi vegfarendur. Neyðarhemlunarkerfið hemlar sjálfkrafa til að minnka líkurnar á alvarlegum árekstri eða minnka alvarleika áreksturs. Kerfið bregst við ökutækjum sem það greinir með myndavél og hægt er að bæta við ratsjá sem greinir gangandi vegfarendur.

ASCC-snjallhraðastilling

Heldur forstilltri fjarlægð frá næsta ökutæki á undan með því að minnka eða auka hraðann sjálfkrafa upp að tilgreindum mörkum. Í mjög hægri umferð og umferðarteppum viðheldur ASCC-snjallhraðastillingin forstilltri fjarlægð eftir að bíllinn nemur staðar og setur vélina aftur í gang þegar umferðin framundan tekur að hreyfast á ný.

Umferðarskynjari að aftan (RCTA)

Þegar bíllinn er í bakkgír varar umferðarskynjarinn við ökutækjum sem nálgast frá hlið.

Blindsvæðisgreining (BSD)

Skynjarar á afturstuðara greina nálægð ökutækja sem eru á blindsvæði og birta viðvörunarljós á viðeigandi hliðarspegli. Ef stefnuljós er gefið þegar ökutæki er á blindsvæði gefur kerfið frá sér hljóðmerki.

HAC-kerfi (HAC)

Þessi tækni tryggir að þú getir áhyggjulaus tekið af stað í brekku án þess að renna aftur á bak þegar þú tekur fótinn af hemlafótstiginu.

Verð og búnaðurHönnun