i30

Aktu. Í nýjum bíl við allra hæfi.

Ytra byrði

Tímalaus hönnun nýs i30 einkennist af vandvirkni og karakter í hverju einasta smáatriði.

Framhluti

Kraftmikill og fágaður framsvipur

Beinskeyttur en innblásinn af náttúrunni

Skerpt hefur verið á hönnunareinkennum Hyundai Motor til að skapa meira jafnvægi í útliti framhluta bílsins.

LED-aðalljós

Ný og rennileg aðalljós eru með mörgum LED-ljósaperum fyrir bæði háu og lágu ljósin. LED-ljós eru bæði bjartari og sparneytnari en hefðbundnar ljósaperur.

Grill

Nýtt Hyundai-grillið er hannað eftir hugmynd um flæði bráðins stáls og hefur yfir sér ímynd styrks og hreyfanleika.

LED-dagljós og þokuljós

Sexstrent grillið hefur verið þróað frekar og bætir ávölum innfelldum hluta við útlínurnar. Nýja grillið hallar aflíðandi niður á við og gefur bílnum þannig traust yfirbragð.

Lægri framstuðari

Lögun neðri stuðarans dregur fram langt hjólhafið og sportlegan stíl nýja i30.

Hlið

Eftirtektarverðar hliðar í fullkomnum hlutföllum bjóða upp á meira rými

Evrópskur stíll með svipmiklum línum

Löng vélarhlífin og einkennandi lína tengja fram- og afturhluta bílsins og lækkun að framan býr til kraftmikla ásýnd.

Einkennandi lína

Nýi i30 er stílhreinn séð frá hlið og einkennist af fágaðri línu sem liggur frá aðalljósum að afturljósasamstæðu.

Álfelgur

16” tíu arma felgur í tveimur litatónum og 17” tíu arma álfelgur í tveimur litatónum standa upp úr í því úrvali af felgum sem eru í boði fyrir i30.

Stórt sólþak

Stórt og breitt sólþak úr gleri sem hægt er að halla og renna gerir farþegarýmið opið og bjart.

Afturhluti

Afturhluti með einstakri hönnun

Frábært rými

Þægilegur einfaldleiki mælaborðsins og farþegarýmisins kallar fram tilfinningu fyrir glæsileika, gæðum og góðu rými.

Litir í innanrými

Val um fimm liti á sætum og stílhrein hönnun
gera þér kleift að sníða innréttingu eftir þínu höfði.

Innanrými

Vandað innanrýmið sækir innblástur til flugvélahönnunar

Hiti og loftræsting í framsætum

Loftræstikerfið í framsætunum tryggir eðlilega hringrás lofts og gerir ökuferðina þægilegri og sætishitarar í hverju sæti gera ferðina notalega og hlýja fyrir alla í bílnum.

Ljós að innanverðu

Ljósin í innanrýminu kvikna sjálfkrafa þegar hurðin er opnuð til að gera umhverfið öruggara og þægilegra.

Málmfótstig

Málmfótstigin eru einkar vel staðsett og gera upplifunina sportlega.

EiginleikarYfirlit