i30

Aktu. Í nýjum bíl við allra hæfi.

Bíll við allra hæfi

Sjaldan fanga nýir bílar rétta útlitið og tíðarandann svona vel.
Glænýr Hyundai i30 hefur þetta til að bera og meira til.

Fágaður. Öruggur. Einstakur

Sígilt yfirbragð nýja i30-bílsins fer ekki fram hjá neinum.

Svipsterkur. Stílhreinn. Vandaður

Fullkomin blanda smekklegrar hönnunar og hárfínnar straumlínulögunar.

Blindsvæðisgreining (BSD)

Hljóðmerki og sjónrænar viðvaranir vara við ökutækjum á blindsvæðum.

Umferðarskynjari að aftan (RCCA)

Þetta kerfi getur greint ökutæki sem leynast á blindsvæðum ökumanns og gefur frá sér hljóðmerki og sjónræna viðvörun til að þú hafir alltaf góða yfirsýn. Þegar bíllinn er í bakkgír varar umferðarskynjarinn við ökutækjum sem nálgast frá hlið.

Sjálfvirk neyðarhemlun

Sjálfvirk neyðarhemlun getur forðað þér frá árekstri eða minnkað áhrif óhjákvæmilegra árekstra.

Sjö loftpúðar / sérstyrkt stál

53,5% sérstyrkt stál eykur öryggi við akstur og í árekstrum.
Sjö loftpúðar, þ.m.t. í ökumannssæti, farþegasæti að framan, hné ökumanns, á hliðum og loftpúðatjöld vernda farþega fyrir árekstrum frá öllum hliðum.

Sjö gíra DCT-sjálfskipting

Sjö gíra DCT-sjálfskiptingin sem fæst með 1,6 lítra dísilvélinni sameinar sparneytni beinskiptingar og þægindi sjálfskiptingar. DCT-sjálfskiptingin hefur verið fínstillt til að gefa enn meiri snerpu á miklum hraða en býður einnig upp á mjúka skiptingu í venjulegum akstri.

Myndir

Hönnun