Sígilt yfirbragð nýja i30-bílsins fer ekki fram hjá neinum.
Fullkomin blanda smekklegrar hönnunar og hárfínnar straumlínulögunar.
Hljóðmerki og sjónrænar viðvaranir vara við ökutækjum á blindsvæðum.
Þetta kerfi getur greint ökutæki sem leynast á blindsvæðum ökumanns og gefur frá sér hljóðmerki og sjónræna viðvörun til að þú hafir alltaf góða yfirsýn. Þegar bíllinn er í bakkgír varar umferðarskynjarinn við ökutækjum sem nálgast frá hlið.
Sjálfvirk neyðarhemlun getur forðað þér frá árekstri eða minnkað áhrif óhjákvæmilegra árekstra.
53,5% sérstyrkt stál eykur öryggi við akstur og í árekstrum.
Sjö loftpúðar, þ.m.t. í ökumannssæti, farþegasæti að framan, hné ökumanns, á hliðum og loftpúðatjöld vernda farþega fyrir árekstrum frá öllum hliðum.
Sjö gíra DCT-sjálfskiptingin sem fæst með 1,6 lítra dísilvélinni sameinar sparneytni beinskiptingar og þægindi sjálfskiptingar. DCT-sjálfskiptingin hefur verið fínstillt til að gefa enn meiri snerpu á miklum hraða en býður einnig upp á mjúka skiptingu í venjulegum akstri.