IONIQ Plug-in-Hybrid

Nýsköpun í akstri

Afköst

Þegar bæði hjörtu IONIQ Plug-in Hybrid slá í takt eru heildarafköst 1,6 lítra vélarinnar og rafmótorsins hvorki meira né minna en 141 hestafl. Þau starfa einnig óháð hvort öðru eftir því sem aðstæður krefjast. Skiptin á milli hreinnar rafstillingar, hybrid-stillingar og bensínstillingar eru svo áreynslulaus að þú tekur varla eftir þeim. Í hreinni rafstillingu dregur IONIQ Plug-in Hybrid allt að 63 km, þökk sé 8,9 kW/h LiPo-rafhlöðunni.

Sex gíra DCT-sjálfskipting

Sex gíra DCT-sjálfskiptingin frá Hyundai er einstaklega viðbragðsgóð og býður upp á sportlega aksturseiginleika.

Skipt á milli rafstillingar og hybrid-stillingar

Skiptu á milli hreinnar rafstillingar með engum útblæstri og hybrid-stillingar. Í hybrid-stillingu starfar bensínvélin samhliða rafmótornum til að hámarka sparneytni.

Þriggja laga einangrun í mælaborði

Dregur betur úr hávaða frá vélinni í farþegarýminu (PET+TPE+PU).

Endurbætur á mælaborði

Plöturnar eru mismunandi að þykkt til að draga úr hávaða og titringi.

Verð og búnaðurHönnun