IONIQ Plug-in-Hybrid

Nýsköpun í akstri

Ytra byrði

Vandaðir íhlutirnir í straumlínulagaðri yfirbyggingu IONIQ Plug-in Hybrid eru hannaðir til að vinna snurðulaust saman.

Framhluti

Kraftmikill og fágaður framsvipur

Samræmd heildarhönnun

Fullkominn samhljómur vindskeiðar að aftan, neðri hluta glugga, sambyggðra ljósa, innfellingar á afturstuðara og einkennandi blárra litatóna er til marks um samræmda heildarhönnun IONIQ Plug-in Hybrid.

LED-aðalljós

Ný og rennileg aðalljós eru með mörgum LED-ljósaperum fyrir bæði háu og lágu ljósin. LED-ljós eru bæði bjartari og sparneytnari en hefðbundnar ljósaperur.

LED-dagljós

Á C-laga LED-dagljósunum eru loftinntök fyrir Active Airflow-kerfið sem dregur úr ókyrrð umhverfis framhjólin.

Form og virkni

Svipsterk aðalljósin eru samþætt við ytri hluta grillsins.
 Falinn undir krómgrillinu er ratsjárskynjari skynvædda SCC-hraðastillisins og
 Active Air Flap-kerfið (AFF) sem dregur úr loftmótstöðu bílsins á miklum
 hraða. Bláa einkennismerkið gefur til kynna að hér er tvinnbíll á ferðinni.

Hlið

Stílhrein og fáguð hönnun sem sækir innblástur til loftstreymis

Samræmd heildarhönnun

Fullkominn samhljómur vindskeiðar að aftan, neðri hluta glugga, sambyggðra ljósa, innfellingar á afturstuðara og einkennandi blárra litatóna er til marks um samræmda heildarhönnun IONIQ Plug-in Hybrid.

Nettur hliðarspegill

Nettur og straumlínulagaður hliðarspegillinn er með sérstaka loftstreymisbrún sem dregur úr vindgnauði og minnar loftmótstöðu.

Rafknúin sóllúga

Stór og breið sóllúga úr gleri sem hægt er að halla og renna gerir farþegarýmið opið og bjart.

16˝ álfelgur

Stílhreinar álfelgurnar eru straumlínulagaðar til að draga úr ókyrrð í lofti og skila hámarkssparneytni.

Dregið úr loftmótstöðu

Aflíðandi þakið fellur snurðulaust inn í vindskeiðina að aftan. Það gerir bílinn bæði sportlegan og straumlínulagaðan.

Afturhluti

Stílhrein og fáguð hönnun sem sækir innblástur til loftstreymis

Samræmd heildarhönnun

Fullkominn samhljómur vindskeiðar að aftan, neðri hluta glugga, sambyggðra ljósa, innfellingar á afturstuðara og einkennandi blárra litatóna er til marks um samræmda heildarhönnun IONIQ Plug-in Hybrid.

Hönnun stuðara og blátt einkennismerki

Hönnun afturhluta IONIQ Plug-in Hybrid einkennist af svipsterkum láréttum línum sem undirstrika breiða og sportlega vegstöðu bílsins.

Afturljósasamstæða

Bíllinn er fáanlegur með LED-afturljósum sem lýsa betur, nota minni orku og undirstrika samræmda hönnun IONIQ Plug-in Hybrid á meðan hefðbundnar perur í afturljósum sjá fyrir skýrri merkjagjöf til ökumanna sem á eftir koma.

Sambyggð vindskeið að aftan

IONIQ Plug-in Hybrid er með sambyggða vindskeið að aftan sem dregur úr ókyrrð og loftmótstöðu auk þess að auka niðurþrýsting og gerir bílinn þannig stöðugri í akstri.

Innanrými

Í rúmgóðu innanrými IONIQ Plug-in Hybrid er stílhrein hönnun hvert sem litið er.

Sætisáklæði

Umhverfisvæn efni

Hugvitsamleg notkun umhverfisvænna efna í innanrými bílsins er til merkis um að sjálfbærni var höfð að leiðarljósi við smíði IONIQ Plug-in Hybrid.

Innanrými

Stílhreint og einfalt

Mælaborð með 7˝ LCD-litaskjá

Glæsilegur upplýsingaskjárinn í mælaborðinu er með 7˝ TFT LCD-skjá með mikilli upplausn sem er með skýrum litum og auðlesanlegur.

Alltaf í sambandi

8” litasnertiskjár í miðstokki veitir aðgang að tengimöguleikum IONIQ Plug-in Hybrid. Apple CarPlay™, Android Auto™ og LIVE-þjónusta með nýju leiðsögukerfi koma að góðum notum í hverri ferð. Bíllinn er einnig búinn vönduðu Infinity-hljóðkerfi og þráðlausri hleðslustöð fyrir samhæfa snjallsíma.

Loftræsting í framsætum

Nýttu þér ferska kælingu yfir sumarið með þriggja stiga blásturshringrás sem er innbyggð í framsæti.

Sýnileg og áþreifanleg gæði

Gæði frágangs í farþegarými eru undirstrikuð með áberandi krómskreytingum á gírstöng, fótstigum og sílsahlífum hjá hurð.

D-laga stýri

D-laga stýrið með krómskreyttum örmum gefur bílnum sportlegan blæ.

Fjölnota geymslurými í miðstokki

Undir armpúða milli framsæta er geymslurými sem er nægilega stórt fyrir spjaldtölvu eða bók sem kemst ekki fyrir í öðrum geymsluhólfum.

Fyrsta flokks hljóðkerfi

Þetta vandaða hljóðkerfi býður upp á fyrsta flokks hljómgæði með heilum átta hátölurum, þar á meðal bassahátalara.

EiginleikarYfirlit