ECO DAS er háþróað orkustjórnunarkerfi sem safnar og greinir gögn um akstursleiðir, aksturslag og -venjur og býður upp á leiðsögn til að hjálpa ökumanni að nýta eldsneytið betur. Með fullhlaðna rafhlöðu getur IONIQ ekið allt að 63 km á rafmagninu einu saman við bestu skilyrði.* (Samanlagt akstursdrægi er meira en 1100 km.**)
*Samkvæmt NEDC-staðli (New European Driving Cycle).
** Raunverulegar akstursvegalengdir eru mismunandi eftir aksturslagi, hraða, umhverfishita, landslagi, notkun hitunar, loftræstingar og annarra þæginda um borð í bílnum
Í stillingunni ECO-DAS er einstakur rennsliseiginleiki sem greinir upplýsingar um veginn eða leiðina sem ég ek og hjálpar mér að ná sem mestri sparneytni. Ég stilli bara áfangastaðinn inn í leiðsögukerfið og þá lætur ECO-DAS kerfið mig vita í tæka tíð hvenær búast má við hraðaminnkun til að ég geti lágmarkað hemlun og dregið úr eldsneytisnotkun. Með fullhlaðinni rafhlöðu get ég ekið allt að 63 km á hreinni rafstillingu við bestu mögulegu aðstæður. * Í samsettum stillingum (EV + hybrid) er hámarksdrægi yfir 1100 km.**
*Samkvæmt NEDC-staðli (New European Driving Cycle).
**Raunverulegar akstursvegalengdir eru mismunandi eftir aksturslagi, hraða, umhverfishita, landslagi, notkun hitunar, loftræstingar og annarra þæginda um borð í bílnum.
Þegar bæði hjörtu IONIQ Plug-in Hybrid slá í takt eru heildarafköst 1,6 lítra vélarinnar og rafmótorsins hvorki meira né minna en 141 hestafl. Svo er hann búinn sex gíra DCT-sjálfskiptingu sem fellur fullkomlega að bensínvélinni og rafmótornum og býður upp á lipran og sportlegan akstur.
Straumlínulagaðar útlínur gefa IONIQ Plug-in Hybrid kraftmikið yfirbragð á meðan hugvitsamleg samsetning léttáls og sérstyrkts stáls tryggir stöðugleika og skilvirkni í akstri.
Njóttu tengingar við Apple CarPlay™, Android Auto™ og þráðlausrar hleðslu fyrir snjallsíma.
Stafræna mælaborðið sýnir akstursstillingu og orkuflæði á skýran hátt.
Ný tækni gerir þér kleift að hlaða samhæfa snjallsíma þráðlaust.