IONIQ Electric gefur þér sveigjanlega möguleika á að hlaða bílinn, eftir því hvernig rafveitukerfið er heima hjá þér eða hraðhleðslustöðvarnar sem þú hefur aðgang að. Hann er nú búinn öflugu hleðslutæki sem ræður við 7,2 kW – uppfært úr 6,6 kW – sem umbreytir riðstraumi úr vegginnstungunni í jafnstraum sem hleður rafhlöðu bílsins. Þegar notaður er 100 kW jafnstraumur á hraðhleðslustöð tekur aðeins um 57 mínútur að hlaða LiPo-rafhlöðuna upp í 80% hleðslustöðu. Þegar bíllinn er tengdur við heimahleðslustöð / hleðslustöð með riðstraumi tekur 6 klukkustundir og 12 mínútur að fullhlaða rafhlöðuna. Einnig er hægt að tengja hann við venjulega rafmagnsinnstungu heima við með því að nota ICCB-snúruna (með innbyggðu stjórnboxi) og þá er hleðslutíminn 12 klukkustundir.
Straumlínulagaðar útlínur gefa bílnum lipurt yfirbragð á meðan hugvitsamleg samsetning léttáls og sérstyrkts stáls tryggir stöðugleika og skilvirkni í akstri.
Auðveldaðu þér ferðalagið með því að komast í samband við umheiminn á IONIQ á 10,25“ snertiskjá í lit.
Stafræna mælaborðið sýnir akstursstillingu og orkuflæði á skýran hátt.
Í IONIQ Electric er skipt á milli akstursgírs, hlutlauss gírs, bakkgírs og stöðugírs með því einu að notahnappana sem eru þægilega staðsettir í miðstokknum.
Kraftmikill rafmótorinn gefur 136 Hö og 295 Nm hámarkstog frá ræsingu og býður því upp á framúrskarandi hröðun, sérstaklega þegar ekið er á litlum hraða.
Mikil orkuþéttni hinnar léttu og nettu 38 kWh rafhlöðu skilar meirikrafti og lengri akstursvegalengd. Staðsetning hennar í gólfinu lækkarþyngdarmiðjuna og gefur þar með betri stýringu. Henni fylgir 8 áraviðbótarábyrgð.*
*Ábyrgð á rafhlöðu gildir í 8 ár eða 200.000 km, hvort sem er fyrr.
Á bak við eina aðgangsloku eru tvö hleðslutengi.Eitt er fyrir tengingu við venjulega rafmagnsinnstungu eðaalmenna hleðslustöð. Hitt tengið er fyrir hraðhleðslustöðvarsem geta gefið allt að 80% hleðslu á aðeins 23 mínútum.
Hámarkaðu akstursdrægið með aflendurheimt hemlakerfis IONIQ Electric sem
hleður rafhlöðuna með því að nota rafmótorinn til að hægja á bílnum.
Hemlun er fínstillt þannig að endurheimtarkerfi hemlaafls nýtist sem best og IONIQ Electric haldi ákjósanlegri hleðslu.
Ökumaðurinn getur auðveldlega stillt hversu mikið hemlaafl er endurheimt með skiptirofunum á bak við stýrið.
Endurheimt hemlaafls er ekki virk og rafhlaðan hleðst ekki.
Bíllinn hægir örlítið á sér með rafmótornum og hleðslustyrkur er í lægstu stöðu.
Bíllinn hægir hraðar á sér en á stigi 1 og hleðslustyrkur er meiri en á stigi 1.
Bíllinn hægir hraðar á sér en á stigi 2 og hleðslustyrkur er meiri en á stigi 2.
Einnig er hægt að nota skiptirofann til að hemla. Þú einfaldlega togar í vinstri skiptirofann og heldur honum þannig.
Hægt er að hægja á bílnum þannig að hann stöðvist alveg á þennan hátt, án þess að stigið sé á hefðbundna hemlafótstigið.
Togaðu í vinstri skiptirofann og haltu honum þannig til að virkja hámarksstyrk endurheimtar hemlaafls.
Þú getur stöðvað bílinn á þennan hátt – án þess að nota hefðbundna hemlafótstigið. Hleðslustyrkur er mestur í þessari stillingu.
Hemlakerfi með stillanlegri endurheimt hemlaafls nýtir ratsjárskynjara bílsins til að stjórna sjálfkrafa hversu mikið hemlaafl er endurheimt í samræmi við umferðina fram undan. Að auki greinir það einnig hvort IONIQ Electric er að keyra upp eða niður brekku og lagar sig að því.