Nýr KONA Electric er fyrsti rafknúni smájeppinn í Evrópu og er bæði fjölhæfur og skemmtilegur í akstri.
Í þessum nýja brautryðjanda sameinast óviðjafnanlegt drægi í rafmagnsakstri
djarfri og rúmgóðri jeppahönnun – án nokkurra málamiðlana.
Nýr KONA Electric-bíll státar af kraftmiklu, straumlínulöguðu útliti, með fáguðu, lokuðu grilli sem kallar fram rafmagnsaflrásina.
Afgerandi framstuðarinn og einkennandi sambyggð KONA ljósin fullkomna þessa einstöku hönnun.
Nýr KONA Electric er í senn fágaður á alla kanta og skarpur á brún.
Kröftuglegt yfirborð flæðir yfir í einkennandi stuðara sem saman draga fram einkennandi útlit bílsins.
Þú getur hlaðið hann heima yfir nótt eða bætt á hleðsluna á næstu á hraðhleðslustöð.
KONA Electric býður upp á fjölbreytt úrval sveigjanlegra hleðslumöguleika.
LiPo-rafhlöðupakkinn er síður viðkvæmur fyrir áhrifum hleðsluminnis og hefur frábæra hleðslu- og afhleðslugetu, auk framúrskarandi hámarksafls.
Kerfið endurheimtir viðbótarorku með því að nota rafmótorinn til að hægja á bílnum í stað hemlanna.
Orkan sem myndast með endurheimt hemlakerfisins er geymd í rafhlöðunni og hjálpar til við að viðhalda hleðslu KONA-rafbílsins.
Ökumaðurinn getur auðveldlega stillt hversu mikið hemlaafl er endurheimt með skiptirofunum á bak við stýrið.
Settu saman KONA Electric eftir þínu höfði. Hann er fáanlegur með afgerandi áherslulit á þaki og hægt er
að velja úr sjö litum á ytra byrði og þremur litum á þak, sem skilar sér í 21 mismunandi litasamsetningu.
Hér geturðu kynnt þér nokkra möguleika.
Nýi sjónlínuskjárinn er búinn framúrskarandi lýsingu sem tryggir góða yfirsýn og eykur öryggi þitt með því að varpa mikilvægum upplýsingum á borð við hraða, leiðsögn og viðvaranir beint fyrir augun á þér.
Nýstárlegt 10,25" stafræna mælaborðið sýnir akstursstillingu og greinir orkuflæði og hleðslu rafhlöðunnar á skýran hátt. Þar sést á augabragði hvernig aksturslag þitt hefur áhrif á akstursdrægið.
Þróttmikið útlit sem vekur athygli, fáguð LED-lýsing og einstök smáatriði eru
allt einkennandi þættir í smájeppunum frá Hyundai.
Áhersla á smáatriðin er það sem gerir nýjan KONA Electric svona sérstakan.
Saman fara ótrúleg þægindi og úrval gæðaefna sem gefa þér tilfinningu fyrir fágun.
Hefðbundinni gírstöng hefur verið skipt út fyrir fjóra rafknúna hnappa sjálfskiptingarinnar. Breytt hönnun sem fylgir akstri á rafmagni og skapar pláss fyrir viðbótargeymsluhólf þar sem geyma má persónulega muni undir miðstokknum. Þetta er stærsta breytingin í innanrými KONA Electric frá hefðbundna KONA-bílnum.
Sérvaldir íhlutir rafmagnsaflrásarinnar voru hannaðir til að bjóða upp á frábæra aksturseiginleika og akstursdrægi sem hentar fyrir hefðbundna hversdagslega notkun. Kona er með algjörlega nýja grind sem býður upp á innfellingu rafhlöðupakkanna án þess að þeir skerði rýmið.
Hyundai ákvað að nota LiPo-rafhlöðupakka í Kona Electric í stað hefðbundinna Ni-MH rafhlaðna. LiPo-rafhlöður eru síður viðkvæmar fyrir áhrifum hleðsluminnis og skila frábærri hleðslu- og afhleðslugetu, auk framúrskarandi hámarksafls. Ný gerð hitastjórnunarkerfis fyrir rafhlöður í KONA Electric skilar betri nýtingu á rafhlöðum og lengri endingu. Það er vatnskælt með tengingu við loftkælingarkerfið og hitað upp með rafmagnshitaelementi.
Akstursdrægi og rafhlöðurýmd
484 km / 64 kWh
64 kWh-útgáfan með hámarkshraða upp á 167 km/klst.
skilar allt að 484 km akstursdrægi í WLTP-prófuninni
á stakri hleðslu.
Afl
150 kW (204 hö.)
Hámarkaðu akstursdrægið með aflendurheimt hemlakerfis KONA Electric sem
hleður rafhlöðuna með því að nota rafmótorinn til að hægja á bílnum.
Hemlun er fínstillt þannig að endurheimtarkerfi hemlaafls nýtist sem best og KONA Electric haldi ákjósanlegri hleðslu.
Ökumaðurinn getur auðveldlega stillt hversu mikið hemlaafl er endurheimt með skiptirofunum á bak við stýrið.
Endurheimt hemlaafls er ekki virk og rafhlaðan hleðst ekki.
Bíllinn hægir örlítið á sér með rafmótornum og hleðslustyrkur er í lægstu stöðu.
Bíllinn hægir hraðar á sér en á stigi 1 og hleðslustyrkur er meiri en á stigi 1.
Bíllinn hægir hraðar á sér en á stigi 2 og hleðslustyrkur er meiri en á stigi 2.
Einnig er hægt að nota skiptirofann til að hemla. Þú einfaldlega togar í vinstri skiptirofann og heldur honum þannig.
Hægt er að hægja á bílnum þannig að hann stöðvist alveg á þennan hátt, án þess að stigið sé á hefðbundna hemlafótstigið.
Togaðu í vinstri skiptirofann og haltu honum þannig til að virkja hámarksstyrk endurheimtar hemlaafls.
Þú getur stöðvað bílinn á þennan hátt – án þess að nota hefðbundna hemlafótstigið. Hleðslustyrkur er mestur í þessari stillingu.
Hemlakerfi með stillanlegri endurheimt hemlaafls nýtir ratsjárskynjara bílsins til að stjórna sjálfkrafa hversu mikið hemlaafl er endurheimt í samræmi við umferðina fram undan. Að auki greinir það einnig hvort KONA Electric er að keyra upp eða niður brekku og lagar sig að því.
Eykur öryggi og dregur úr streitu með því að halda forstilltri fjarlægð frá næsta ökutæki á undan og minnka eða auka hraðann sjálfkrafa upp að tilgreindum mörkum, í samræmi við umferðarskilyrði hverju sinni. Í mjög hægri umferð og umferðarteppum viðheldur snjallhraðastillirinn forstilltri fjarlægð eftir að bíllinn nemur staðar og setur mótorinn aftur í gang þegar hann greinir að umferðin framundan tekur að hreyfast á ný og stigið er létt á eldsneytisgjöfina.
Rafbílar bjóða upp á eldsnögga hröðun og eru afar hljóðlátir – sem er frábært, nema fyrir gangandi vegfarendur
sem eru vanir að heyra vélarhljóð í bílum og heyra þess vegna ekki þegar bíllinn þinn nálgast.
Þess vegna gefur KONA Electric frá sér lágstemmt aksturshljóð til að auka öryggi gangandi vegfarenda, blindra, hjólreiðafólks og dýra.
KONA Electric býður upp á ýmsa möguleika til að hlaða bílinn,
allt eftir því hvernig rafveita er heima hjá þér eða hvaða hraðhleðslustöðvum þú hefur aðgang að.
KONA Electric er búinn hleðslusnúru með innbyggðu stjórnboxi og hægt er að stinga henni beint í samband við venjulega innstungu.
Margir sem aka rafbílum vilja vera með hleðslustöð heima hjá sér til að geta hlaðið hraðar en með venjulegri innstungu. Þessar stöðvar eru ekki tengdar beint við straumrás heimilisins.
Hleðslusnúran tengir KONA Electric við AC-hleðslustöðvar fyrir almenning. Þessa snúru má einnig nota til að tengja við heimahleðslustöð. Afköst almenns AC-hleðslustöðvar geta verið mismunandi eftir þjónustuveitendum.
Hraðasta hleðslan á KONA Electric fæst á jafnstraumshleðslustöðvum. Hægt er að hlaða Kona í 100 kW hleðslustöð.
Nýr KONA Electric er hannaður til að létta undir í daglegu lífi.
Mikið pláss er bæði fyrir farþega og farangur – með 332 lítra farangursgeymslu. Það skiptir ekki máli hverju þú sækist eftir.
Nýr KONA Electric býður upp á alla þá tengimöguleika sem gera má ráð fyrir og nýstárlega tækni sem auðveldar lífið.
Hljóðkerfið frá KRELL skilar ótrúlegum hljómgæðum.
Eins og allir Hyundai-bílar er KONA Electric smíðaður samkvæmt ströngustu gæðastöðlum. Til viðbótar þessari gæðatryggingu fylgir honum sjö ára ábyrgð til að þú getir notið þess sem þú kannt best að meta í lífinu, án þess að hafa áhyggjur af bílnum. Njóttu áhyggjuleysisins sem ein allra besta ábyrgð sem fyrirfinnst í bílaiðnaðinum veitir þér – stöðluð. Þessu til viðbótar er öfluga LiPo-rafhlaðan í KONA Electric með átta ára ábyrgð eða upp í 200.000 km akstur, hvort sem fyrr verður.
Á miðstokknum er þráðlaus hleðslustöð (Qi-staðall)
þar sem þú getur hlaðið Qi-samhæfa snjallsíma án þess að nota snúrur.
Hljóðkerfið er frá KRELL og skilar ótrúlegum hljómgæðum. Það er með átta hátölurum, þar á meðal tveimur 20 mm hátíðnihátölurum, fjórum 160 mm bassahátölurum, einum 100 mm miðjuhátalara og 200 mm bassahátalara. Átta rása magnarinn skilar 45 W á hverja rás og hámarkar þannig hljóðupplifunina í bílnum.
Stígðu inn í hlýjan bíl að morgni. Þegar KONA Electric er tengdur við rafmagnsinnstungu – eins og í bílskúrnum heima hjá þér – geturðu tímastillt hvenær þú vilt forhita bílinn í hitastig að eigin vali. Þetta er notalegt og sparar einnig rafhlöðuorku sem annars þyrfti að nota síðar til að hita bílinn á ferðinni.
Svalt og gott? Eða hlýtt og notalegt? Framsætin fást með þriggja þrepa loftkælingar- og hitakerfi sem gera ökuferðina þægilega hvernig sem viðrar.
Eftir þínum þörfum. Þú stillir hitastigið og kerfið sér um allt hitt. Stilltu hitastig sérstaklega fyrir ökumann og farþega í framsæti – eða gerðu svæðið fyrir farþega í framsæti óvirkt til að spara rafhlöðuorku þegar þú ert ein(n) á ferð.
Hlýjar hendur þegar kalt er í veðri. Með hita í stýri er miklu þægilegra að keyra á veturna.
Settu dótið á þakið og drífðu þig af stað. KONA Electric er með toppgrind sem þolir allt að 80 kg hleðslu – sem þýðir að þú getur sett upp þakfestingu og haft með þér þann búnað sem þú vilt.
Hyundai SmartSense er hugvitssamlegt aðstoðarkerfi fyrir ökumann í KONA Electric
og býður upp á nýjustu akstursöryggistækni sem veitir þér aukið öryggi og hugarró.
Aðalljósin fást með fyrsta flokks LED-tækni, þar sem saman fara lýsing í dagsbirtugæðum, löng ending og mun minni orkunotkun en í halógenljósum. Þegar kveikt er á sjálfvirkri stillingu greinir háljósaaðstoð bæði bíla sem koma úr gagnstæðri átt og bíla fyrir framan í myrkri og skiptir yfir í lágu ljósin eftir því sem við á til að forðast að blinda aðra ökumenn. Ef engir bílar greinast kveikir kerfið sjálfkrafa aftur á háu ljósunum.
Nýr Kona Electric er búinn FCA-árekstraröryggiskerfi með greiningu gangandi vegfarenda, framúrskarandi akstursöryggisbúnaði sem varar ökumenn við í neyðartilvikum og hemlar sjálfkrafa ef þess gerist þörf. FCA-árekstraröryggiskerfið notar ratsjár- og myndavélarskynjara að framan og virkar í þremur þrepum. Fyrst sendir það hljóðviðvörun og sjónræna viðvörun, grípur síðan inn í hemlana í samræmi við árekstrarhættuna og notar hámarkshemlunarkraft til að forða árekstri eða lágmarka tjón ef ekki verður komist hjá árekstri. Kerfið fer í gang þegar hraðinn er yfir 8 km/klst. og kerfið greinir bíl eða gangandi vegfaranda fyrir framan ökutækið.
Árekstrarvörn að aftan notar ratsjá á afturhornunum til að draga úr hættu á árekstri við bíla sem nálgast þegar bakkað er út úr þröngum svæðum með slæmu skyggni. Árekstrarvörn að aftan notar ratsjá til að skanna 180 gráðu svæði fyrir aftan bílinn og fylgjast með aðvífandi umferð frá hlið, og varar ökumanninn við með sjónrænni viðvörun og hljóði.
Akreinastýring er staðalbúnaður í KONA Electric sem notar myndavélina framan á bílnum til að greina vegamerkingar. Ef farið er óvart yfir línu varar hún ökumanninn við og beitir stýrisátaki til að beina bílnum aftur inn á akreinina.
Nýr KONA Electric er búinn akreinaaðstoð. Þegar hún er virk heldur hún jeppanum á miðri akreininni á hraða milli 0 og 150 kílómetra/klst. á þjóðvegum og borgargötum.
Blindsvæðisgreiningin notar einnig ratsjá til að fylgjast með afturhornunum og ef annar bíll greinist birtist sjónræn viðvörun í hliðarspeglunum. Ef ökumaðurinn gefur stefnuljós heyrist hljóðmerki ef bíll greinist þegar skipta á um akrein.