KONA

Aktu. Í nýjum bíl við allra hæfi.

Kraftmikil og sérstæð hönnunin gerir Kona tilvalinn fyrir nútímafólk sem vill lifa lífinu lifandi.

Skemmtilegir aksturseiginleikar innan- og utanbæjar

Við hönnun Kona var lögð áhersla á betri aksturseiginleika og aukna lipurð í innanbæjarakstri. Breitt og langt hjólhafið og lítil skögun gera bílinn bæði einstaklega lipran í mikilli umferð innanbæjar og afar stöðugan þegar ekið er á meiri hraða.

Afl og afköst

Kona er einstaklega sparneytinn og lipur í akstri auk þess að skila afli og afköstum sem er yfirleitt ekki að finna í bílum í þessum flokki.

Setur ný viðmið fyrir minni borgarjeppa

Kona heitir eftir samnefndu strandhéraði á Stórueyju á Havaí í Bandaríkjunum. Kona-héraðið er þekkt á meðal ferðalanga í ævintýraleit og kraftmikil ímynd eyjunnar endurspeglast í framsækinni og hagnýtri hönnun þessa nýja borgarjeppa frá Hyundai Motor – þar sem lífsstíllinn er í fyrirrúmi.

Ytra byrði

Stæðilegur og djarfur

Kona sker sig úr fjöldanum með stæðilegum og djörfum svip yfirbyggingarinnar sem undirstrikar kraftmikinn hliðarsvip bílsins.

Sambyggð ljós

Sambyggð ljósin undirstrika að hér er hátækni og háþróaður vélbúnaður á ferð. Nett dagljósin og stefnuljósin eru sambyggð í ljósastæðu sem er aðskilin frá LED-aðalljósum bílsins.

Kraftmikið yfirbragð

Kraftmikill framsvipur Kona sýnir að hér er á ferðinni bíll sem er til í hvað sem er. Þessi lipri smájeppi skartar jafnframt nýju einkennismerki Hyundai Motor-bíla: flæðandi grilli með sportlegu netmynstri og vænglaga hjólhlífum sem móta útlit bílsins að framan með afgerandi hætti.

Sérstæður og stílhreinn

Kona sker sig úr fjöldanum með sterkum svip og samspili ólíkra hönnunareinkenna.
Stæðilegt útlitið ásamt framsæknum LED-ljósunum gefa bílnum hátæknilegt yfirbragð.
Þrátt fyrir sérstætt útlitið gerir Kona engar málamiðlanir þegar kemur að fágun.

Innanrými

Rými og þægindi

Stílhreint og einfalt útlit innanrýmisins er í mótsögn við djarfa og ævintýragjarna hönnun ytra byrðisins. AVN-skjárinn (Audio, Video, Navigation) býður upp á háþróaða upplýsinga- og afþreyingareiginleika úr smiðju Hyundai Motor. Skjárinn virðist fljóta á mælaborðinu og eykur þannig á tilfinninguna fyrir opnu rými.

Sjónlínuskjár (HUD)

Sjónlínuskjár (HUD) hjálpar þér að hafa augun á veginum. Gagnsætt mælaborð birtist fyrir framan framrúðuna og sýnir akstursgögn rétt undir sjónlínu þinni yfir veginn.

Margmiðlunarkerfi

Fyrsta flokks margmiðlunarkerfi býður uppá margskonar tenginar við snjalltæki í gegnum Android Auto™ eða Apple CarPlay™ á 5, 7 eða 8 tommu skjá.

Afköst

Framúrskarandi afl og afköst

Markmið Hyundai Motor er að setja ný viðmið um afl og afköst í flokki smájeppa. Hönnun aflrásarinnar hefur verið endurbætt með það fyrir augum að skapa fyrirferðarlitla umgjörð fyrir fjórhjóladrifbúnaðinn og ríflegt innanrými bílsins.

• 2,0 lítra MPI Atkinson-vélin skilar 149 hestöflum, nær hundraðinu á 10 sekúndum og er með hámarkshraðann 194 km/klst. Með sex þrepa sjálfskiptingu skilar vélin 179 NM hámarkstogi (13,8 kgf · m) við 4500 sn./mín.

• Gamma 1.6T-GDI-vélin státar af 177 hestöflum, er 7,7 sekúndur upp í hundraðið og nær hámarkshraðanum 210 km/klst. Vélin skilar 265 NM hámarkstogi (27kgf · m) við 1500 til 4500 sn./mín. og er samhæfð við skilvirkan og viðbragðsgóðan sjö gíra DCT-sjálfskiptingu Hyundai (7DCT).

• 1.0 T-GDI þriggja strokka vél Hyundai með forþjöppu og sex gíra skiptingu. Þessi öfluga vél er hönnuð með skilvirkni fyrir augum og skilar 120 hestöflum, nær hundraðinu á 12 sekúndum, er með hámarkshraðann 181 km/klst. og skilar 172 NM hámarkstogi (17,5 kgf · m) við 1500 til 4000 sn./mín.

Fjórhjóladrif

Grindin hefur verið endurbætt til að bjóða upp á sömu hæð frá jörðu og í venjulegum borgarjeppum á meðan valfrjálsu fjórhjóladrifinu og aflrásinni er haganlega fyrir komið til að bjóða upp á ríflegt innanrými í fyrirferðarlitlum bíl.

Öryggi

Sterk og örugg yfirbygging

Léttbyggð yfirbyggingin er gerð úr 51,8% sérstyrktu stáli sem skilar mesta árekstraröryggi í þessum flokki bíla.

Blindsvæðisgreining (BCW)

Blindsvæðisgreining (BCW) greinir og varar við bílum sem nálgast á svæðinu sem ökumaður hefur ekki yfirsýn yfir þegar ekið er á miklum hraða.

Akreinastýring (LKA)

Akreinastýringin greinir akreinamerkingar og leiðréttir stefnu bílsins sjálfkrafa ef hann byrjar að leita út af akreininni.

FCA-árekstraröryggiskerfi

FCA-árekstraröryggiskerfið notar frammyndavél og ratsjá bílsins til að greina hættu á árekstri og forðast högg eða draga úr skemmdum með því að hemla sjálfkrafa.

ESS-neyðarstöðvunarmerki

Ef nauðhemla þarf skyndilega lætur ESS-neyðarstöðvunarmerkið hemlaljósin blikka til að vara næstu bíla á eftir betur við. Þegar bíllinn stöðvast byrja hættuljósin að blikka og halda því áfram þar til ekið er aftur af stað.

Myndir