Við hönnun Kona var lögð áhersla á betri aksturseiginleika og aukna lipurð í innanbæjarakstri. Breitt og langt hjólhafið og lítil skögun gera bílinn bæði einstaklega lipran í mikilli umferð innanbæjar og afar stöðugan þegar ekið er á meiri hraða.
Kona er einstaklega sparneytinn og lipur í akstri auk þess að skila afli og afköstum sem er yfirleitt ekki að finna í bílum í þessum flokki.
Sambyggð ljósin undirstrika að hér er hátækni og háþróaður vélbúnaður á ferð. Nett dagljósin og stefnuljósin eru sambyggð í ljósastæðu sem er aðskilin frá LED-aðalljósum bílsins.
Kraftmikill framsvipur Kona sýnir að hér er á ferðinni bíll sem er til í hvað sem er. Þessi lipri smájeppi skartar jafnframt nýju einkennismerki Hyundai Motor-bíla: flæðandi grilli með sportlegu netmynstri og vænglaga hjólhlífum sem móta útlit bílsins að framan með afgerandi hætti.
Sjónlínuskjár (HUD) hjálpar þér að hafa augun á veginum. Gagnsætt mælaborð birtist fyrir framan framrúðuna og sýnir akstursgögn rétt undir sjónlínu þinni yfir veginn.
Fyrsta flokks margmiðlunarkerfi býður uppá margskonar tenginar við snjalltæki í gegnum Android Auto™ eða Apple CarPlay™ á 5, 7 eða 8 tommu skjá.
Blindsvæðisgreining (BCW) greinir og varar við bílum sem nálgast á svæðinu sem ökumaður hefur ekki yfirsýn yfir þegar ekið er á miklum hraða.
Akreinastýringin greinir akreinamerkingar og leiðréttir stefnu bílsins sjálfkrafa ef hann byrjar að leita út af akreininni.
FCA-árekstraröryggiskerfið notar frammyndavél og ratsjá bílsins til að greina hættu á árekstri og forðast högg eða draga úr skemmdum með því að hemla sjálfkrafa.
Ef nauðhemla þarf skyndilega lætur ESS-neyðarstöðvunarmerkið hemlaljósin blikka til að vara næstu bíla á eftir betur við. Þegar bíllinn stöðvast byrja hættuljósin að blikka og halda því áfram þar til ekið er aftur af stað.