Hyundai NEXO

Næsta kynslóð vetnisjeppa.
Fyrir #þig

Akstur  inn í hreina framtíð

Stílhrein  lögun

Tær og framsækin hönnun NEXO sameinar það besta í straumlínulögun, tækni og hönnun í einstaklega fallegum jeppling.

Rennilegar línur

Rennileg gluggalína og fljótandi þaklína nýs NEXO undirstrika enn frekar straumlínulagað útlitið sem geislar af honum hvar sem á hann er litið.

Arfleifð

Nýr NEXO er ekki aðeins birtingarmynd áherslu Hyundai á þróun framúrskarandi umhverfisvænna bíla
heldur undirstrikar hann leiðandi hlutverk fyrirtækisins í framleiðslu vetnisbíla.
Hyundai gerðist frumkvöðull í efnarafalstækni þegar fyrirtækið fór að þróa hana árið 1998.
Sú þróunarvinna skilaði sér í fyrsta fjöldaframleidda vetnisbílnum árið 2013 þegar ix35 Fuel Cell kom á markað.
Um leið varð Hyundai fyrsti bílaframleiðandinn sem fjöldaframleiddi vetnisbíl fyrir almennan markað.

Fyrsti  fjöldaframleiddi vetnisbíllinn

Árið  2013 kom ix35 Fuel Cell á markað, fyrsti fjöldaframleiddi vetnisbíllinn.

Flestir  seldir vetnisbílar

Til og með 2017 höfðu 500 vetnisbílar frá Hyundai verið skráðir í Evrópu. Þetta eru fleiri bílar en frá öllum öðrum framleiðendum samanlagt. Hyundai selur bílana í 18 löndum um allan heim, þar af 13 í Evrópu.

Sjálfbær  áhersla á umhverfismál

Hyundai Motor Company hefur lagt mikla vinnu í þróun vetnisbíla frá árinu 1998. Fyrirtækið er þar að auki staðráðið í að vera leiðandi alþjóðlegt vörumerki í þróun umhverfisvænna tæknilausna.

1998

Upphaf þróunarvinnu við efnarafal

Í rúmlega tvo áratugi hefur Hyundai Motor verið í fararbroddi í þróun vetnisbíla. Vinna við rannsóknir og þróun efnarafala hjá fyrirtækinu hófst nánar tiltekið árið 1998.

2002

75 kW  Santa Fe-vetnisbíll

Grunngerð: Santa Fe SM
Drægi: 230 km Afl efnarafals: 75 kW
Athugasemd: Rafhlöðu bætt við til að auka drægi og sparneytni.

2004

80 kW  Tucson-vetnisbíll

Vetnisbílaprófanir hjá bandaríska orkumálaráðuneytinu [2004–2009] Hyundai tók einnig þátt í prófunaráætlun fyrir vetnisbíla í Norður-Ameríku frá árinu 2004 til ársins 2009, undir stjórn bandaríska orkumálaráðuneytisins.

2006

Fyrsta kynslóð vetnisstrætisvagna

Frá árinu 2006 hefur Hyundai, í samstarfi við kóresk yfirvöld, unnið að skipulögðum prófunum á vetnisknúnum ökutækjum. Drægi strætisvagns: 380 km Afl efnarafals: 160 kW
Athugasemd: Notaður í Þýskalandi á HM í fótbolta árið 2006.

2007

100 kW Tucson-vetnisbíll

Frekari þróun vetnisaflrásar.
Drægi: 370 km Afl efnarafals: 100 kW
Athugasemd: Búinn rafmagnsaflrás sem þróuð var að öllu leyti af Hyundai.

2009

Önnur kynslóð vetnisstrætisvagna

Prófanir á vetnisbílnum hófust í Seúl og Ulsan í Kóreu árið 2009 og þeim lauk árið 2013.
Drægi: 380 km Afl efnarafals: 200 kW
Athugasemd: Notaður í Kóreu á heimssýningunni Yeosu Expo 2012

2013

100 kW  ix35-vetnisbíll

Fyrsti fjöldaframleiddi vetnisbíllinn.
Drægi: 594 km (NEDC-prófun)
Afl efnarafals: 100 kW.

2015

Vetnisknúni Intrado-hugmyndabíllinn

The Hyundai Intrado concept car premiered at the
2014 Geneva Motor Show. The SUV/crossover has a
carbon-fibre central structure and utilises a Li-ion 36
kW battery.Operating range: 600 km.

2017

FE-hugmyndabíllinn

FE-hugmyndabíllinn er búinn fjórðu kynslóð efnarafals frá Hyundai Motor sem er afrakstur rannsókna- og þróunarvinnu og prófana við raunverulegar aðstæður víðs vegar um heiminn. Styður vetnisvæðingar áform íslenskra stjórnvalda.

2018
Önnur  kynslóð vetnisbíla kynnt, NEXO

NEXO-vetnisjeppinn býður upp á sparneytnasta efnarafalinn og drægi upp á 666 km (WLTP-prófun).
Sérstök hönnun bílsins skilar enn betra hlutfalli afls og þyngdar, aukinni hröðun og stærra farþegarými.

Hefur staðist prófanir
í miklum kulda með stæl

Nýr NEXO er hannaður fyrir gangsetningu allt niður í -30 °C. Prófunarstöð okkar í Svíþjóð er í aðeins klukkustundar akstursfjarlægð frá norðurheimskautsbauginum og þar prófuðum við nýju bílana við mjög mikinn kulda. Strangar prófanir tryggja óhefta notkun að vetri til.

Tært  loft

Það eina sem nýr NEXO losar frá sér er vatn. Auk þess sér hann einnig um að sía og hreinsa andrúmsloftið í akstri. Hann dregur úr magni fínna rykagna. Inntekið loft þarf að hreinsa áður en hægt er að nota það í efnarafalsstæðunni. Einstaklega skilvirk og endingargóð loftsían í NEXO fjarlægir öragnir niður fyrir 2,5 PM að stærð. Þetta þýðir að loftsíur NEXO sía í burtu 99,9% agna úr loftinu. Hreinsað loft sem ekki er notað í efnarafalnum er losað út og þannig skilur bíllinn eftir sig hreinna loft en hann tók við. Snertiskjárinn sýnir umfang lofthreinsunar og koltvísýringshreinsunar. Lofthreinsunin gerir ekki kröfu um aukið viðhald.

Spila  myndskeið

Nýjasta  tækni

Nýr NEXO er alveg sér á parti, þökk sé skilvirkasta efnarafal sem framleiddur hefur verið,
áfyllingu sem tekur aðeins fimm mínútur og drægi upp á 666 km (WLTP-prófun).
Sparneytnin er inngreypt í bílinn með sérstakri hönnun sem skilar enn betra hlutfalli afls og þyngdar, aukinni hröðun og stærra farþegarými.

Á stóra  skjánum

Glæsilegur 12,3” breiðskjár sýnir leiðsögn, upplýsingar um orkunotkun, upplýsinga- og afþreyingarkerfi og hita- og loftstýringar.
Hann býður einnig upp á tvískiptan skjá sem gerir þér kleift að horfa á tvær skjámyndir í einu. Leiðsögukerfið er einnig með Apple CarPlay™ og Android Auto™ þannig að þú getur tengt símann þinn og stýrt tónlistinni, símanum og forritum í honum á stórum skjánum.
Apple  CarPlay™ er skráð vörumerki Apple Inc.
Android  Auto™ er skráð vörumerki Google Inc.

Falleg  hönnun
með sparneytinn tilgang

Rennilegt og fágað ytra byrði NEXO er vandlega úthugsað og búið fjölmörgum straumlínulöguðum eiginleikum sem tryggja mestu mögulegu sparneytni sem völ er á. Loftviðnámsstuðull NEXO er bæting á margrómuðum loftviðnámsstuðli ix35 Fuel Cell, lækkaður úr 0,350 í 0,329.

Lárétt  LED-stöðuljós og samsett LED-aðalljós

Einstök sveigð LED-stöðuljósin liggja eftir framhlutanum og líða áreynslulaust inn í LED-dagljósin á báðum hliðum. Þessi ljós gera NEXO auðþekkjanlegan á veginum þar sem þau sitja fyrir ofan samsett LED-aðalljósin.

Sjálfvirkir  innfelldir hurðarhúnar

Um leið og þú nálgast NEXO tekurðu eftir því að hurðarhúnana vantar.
Ökumaðurinn opnar hurðarhúnana með því að ýta á hnapp og þegar hraða upp á 3 km/klst. er náð dragast þeir sjálfkrafa inn aftur.

LED-afturljósasamstæða

LED-afturljósasamstæðan  er með glampandi áferð á innri linsu til að skapa einstakt útlit.  
Hemlaljósin, afturljósin og stefnuljósin eru auk þess listilega felld inn í  samstæðuna til að fullkomna útlitið og hámarka sýnileika.

Stýri

Vertu í góðri tengingu við stjórnvölinn. Sportlegt tveggja tóna stýrið er með allar stýringar haganlega staðsettar til að tryggja að þú hafir tengimöguleikana ávallt við höndina og getir stjórnað öllum kerfum bílsins við akstur á öruggan hátt. Hægt er að stilla hversu mikið hemlaafl er endurnýtt með gírskiptirofunum.

Rafstýrðir  gírskiptihnappar

Allt  sem þú þarft innan seilingar. Skiptu á milli framgírs, hlutlauss gírs,  bakkgírs og stöðugírs með þægilega staðsettum hnöppum á miðstokknum.  Rafstýrða handbremsan er einnig hér.

Mesta  rýmið

NEXO snýst allur um sveigjanleika jeppans með mesta rýmið í flokki sambærilegra bíla. Hann býður upp á mikið pláss bæði fyrir farþega og farangur með 461 lítra (VDA) farangursgeymslu. Þægileg 60/40-skipting aftursæta býður síðan upp á aukinn sveigjanleika og farangursrými þegar á þarf að halda. Vetnisgeymarnir eru sérstaklega hannaðir þannig að hægt er leggja sætin niður svo að gólfið sé flatt. Þegar sætin eru komin niður er rýmið orðið 1466 lítrar.

Endurhannað  geymsluhólf í miðstokki

Rafmótor NEXO býður upp á notkun hnappa í stað hefðbundinnar gírstangar.
Rýmið sem sparast er notað fyrir haganlega viðbótargeymslu fyrir persónulega muni og hleðslu fartækja.
Brúarhönnun stjórnborðsins myndar einnig gott geymsluhólf undir því með tveimur USB-tengjum og þráðlausri hleðslustöð.

Mælaskjár

Glæsilegur 7” stafrænn LCD-mælaskjár býður upp á mikilvægar akstursupplýsingar með framúrskarandi sýnileika. Við hlið drægis- og akstursupplýsinga er aflmælir sem gerir þér kleift að sjá hvernig aksturslag hefur áhrif á eldsneytisnotkun. Einnig sýnir skjárinn stöðu ítarlegra akstursaðstoðarkerfa. Á skjánum er einnig að finna blindsvæðismynd sem ökumaður getur notað þegar hann ætlar að skipta um akrein.

Umhverfisvæn  efni

Þegar kemur að efnisvali í NEXO er hver snertiflötur, hvort sem um ræðir þakklæðingu úr bambusgrunni, plastefni, klæðningu, leður eða gólfmottur, úr vottuðum lífrænum efnum.
Hér er um að ræða mestu notkun slíkra efna í bíl sem um getur og af því erum við einstaklega stolt.

Nýjasta  tækni

Enn og aftur er Hyundai leiðandi í framleiðslu vetnisbíla.
Í nýjum NEXO, vetnisbíl númer tvö sem við setjum í fjöldaframleiðslu, bjóðum við upp á mesta mögulega drægi og afköst með háþróuðustu efnarafalstækni sem þekkist á markaðnum í dag, tækni sem öll er þróuð innanhúss hjá Hyundai.

*Allar  tölur eru samkvæmt reglugerðum WLTP-prófunar (Worldwide Harmonised Light-Duty  Vehicles Test Procedure), sem mælir eldsneytis- og orkunotkun, drægi og  útblástur í farþegabílum í Evrópu. Henni er ætlað að skila tölum sem eru nær  raunverulegu aksturslagi. Samkvæmt NEDC-staðlinum (New European Driving  Cycle) er akstursdrægið 756 km. NEDC-prófun er núverandi prófunaraðferð, sem  verið er að skipta út fyrir WLTP-prófunina.

Hámarksafköst  og sparneytni

Nýr NEXO er alveg sér á parti, þökk sé drægi upp á 666 km (WLTP-prófun) og skilvirkasta efnarafal sem framleiddur hefur verið.
Sparneytnin er inngreypt í bílinn með sérstakri hönnun sem skilar enn betra hlutfalli afls og þyngdar, aukinni hröðun og stærra farþegarými.

Nýjasta  efnarafalstækni fyrir hversdagslega notkun

NEXO veitir innsýn í framtíðina með byltingarkenndu efnarafalskerfi og kemur í sölu á völdum markaðssvæðum á árinu 2018. Hér fer útblástursfrír vetnisbíll sem er sönnun þess að umhverfisvænar aflrásir geta fullkomlega staðið undir orkuþörf bæði hversdagslegra samgangna og lengri ökuferða. Endurbætur á margrómuðum efnarafal Hyundai ix35 hafa skilað meiri hröðun og afli og aukinni sparneytni.

Virkni  vetnisaflrásar

Nýi  NEXO-vetnisbíllinn er knúinn með efnarafalsstæðu, rafmótor, rafhlöðu og  vetnisgeymum.
Þegar vetnið er leitt úr geymunum í efnarafalsstæðuna er það  brotið niður í róteindir og rafeindir.
Flæði rafeinda í efnarafalnum myndar  rafmagn til að knýja rafmótorinn og róteindirnar hvarfast við  súrefnissameindir í loftinu og
mynda við það hita og vatn, sem er það eina  sem er losað.

Skref 1

Vetni sem geymt er í þremur geymum er leitt í efnarafalsstæðuna.

Skref 2

Loft er  tekið inn í efnarafalsstæðuna.

Skref 3

Hvarf  lofts og vetnis í efnarafalsstæðunni myndar rafmagn og vatn.

Skref 4

Rafmagninu  er veitt í rafmótorinn.

Skref 5

Vatnið  sem myndast við hvarfið er það eina sem er losað út um útblástursrör NEXO.  
Vetni er sveigjanleg, hrein og örugg leið til að flytja orku. Auk þess að  mynda engan útblástur við notkun er hægt að framleiða vetni með  endurnýjanlegri raforku og kolefnisskertu jarðefnaeldsneyti, sem gerir vetni  að fullu losunarfrítt.

Endurnýting  hemlaafls

Kerfið endurheimtir viðbótarorku með því að nota rafmótorinn til að hægja á bílnum í stað hemlanna. Orkan sem myndast með endurheimt hemlunarafls er geymd í rafhlöðunni og hjálpar til við að viðhalda góðri hleðslu á 1,56 kW rafhlöðu NEXO og knýja bílinn áfram. Ökumaðurinn getur auðveldlega stillt hversu mikið hemlaafl er endurheimt með gírskiptirofunum á bak við stýrið.

Áfylling

Nýr NEXO, með fimm mínútna áfyllingartíma og 666 km akstursdrægi (WLTP-prófun), er sönnun þess að umhverfisvænar aflrásir geta fullkomlega staðið undir orkuþörf bæði hversdagslegra samgangna og lengri ökuferða. Leiðsöguskjárinn býður auk þess upp á aukin þægindi með aðgengilegum upplýsingum um vetnisáfyllingarstöðvar og þjónustu; svo sem staðsetningu áfyllingarstöðva, afgreiðslutíma, samskiptaupplýsingar o.s.frv.

Leit að  áfyllingarstöð

Þróunarverkefni er í gangi sem tengist uppbyggingu vetnisstöðva á Íslandi.
Nánar upplýsingar má finna á heimasíðu Orkunar: https://www.orkan.is/orkan/vetni/

Njóttu  hnökralausra tengimöguleika

Nýr NEXO er búinn framúrskarandi úrvali ítarlegra tengimöguleika og þæginda sem gera þér kleift að nálgast það sem skiptir þig máli.

7 ára  ábyrgð

Nýr NEXO er, eins og allir bílar frá Hyundai, smíðaður samkvæmt ströngustu gæðastöðlum. Til viðbótar þessari gæðatryggingu fylgir honum sjö ára ábyrgð til að þú getir notið þess sem þú kannt best að meta í lífinu, án þess að hafa áhyggjur af bílnum. Njóttu áhyggjuleysisins sem ein allra besta staðlaða ábyrgð sem fyrirfinnst í bílaiðnaðinum veitir þér.

Þráðlaus  hleðsla

Á  miðstokknum er haganlega staðsett þráðlaus hleðslustöð (Qi-staðall) þar sem  þú getur hlaðið Qi-samhæfa snjallsíma þráðlaust

12,3”  snertiskjár í mikilli upplausn

Fágaður,  innfelldur 12,3” snertiskjárinn er miðpunktur stjórnkerfisins og tryggir að  allt sem þú þarft aðgang er í seilingarfjarlægð. Sömu bendiskipanir og í  snjallsímum, að klípa eða glenna fingur, eru í boði en einnig er hægt að nota  upplýsingahnappinn til að fletta skjánum. Auk leiðsagnar, upplýsinga- og  afþreyingarkerfis og hita- og loftstýringa býður skjárinn einnig upp á  upplýsingar um næstu vetnisstöð og yfirstandandi orkuflæði, lofthreinsun og  stöðu vetnisgeyma. Möguleiki á að skipta skjánum gerir þér auk þess kleift að  hafa tvær skjámyndir opnar samtímis. Skjárinn er einnig búinn Apple CarPlay™  og Android Auto™ þannig að þú getur tengt símann þinn og stýrt tónlistinni,  símanum og forritum í honum á stórum skjánum.
Apple  CarPlay™ er skráð vörumerki Apple Inc.  
Android  Auto™ er skráð vörumerki Google Inc.

Fyrsta  flokks KRELL-hljóðkerfi

Hljóðkerfið frá KRELL skilar ótrúlegum hljómgæðum. Átta hágæðahátalarar og aukamagnari veita öllum um borð einstaka hljóðupplifun.

Breið  sóllúga

Hleyptu  sólskininu inn og njóttu þess að finna fyrir vindinum. NEXO er fáanlegur með  sóllúgu sem hægt er að halla og renna alveg inn til að tryggja hámarksopnun.

Hiti og  loftræsting í sætum

Svalt  og gott? Eða hlýtt og notalegt? Framsætin fást með þriggja þrepa  loftkælingar- og hitakerfi sem tryggir þægilega ökuferð, hvernig sem viðrar.

Hiti í  stýri

Hlýjar  hendur þegar kalt er í veðri. Með hita í stýri er miklu þægilegra að keyra á  veturna.

Hyundai SmartSense

Hugvitssamleg akstursaðstoðarkerfi okkar tryggja þér aukið öryggi og hugarró.
NEXO er í fararbroddi með mesta úrval nýjustu akstursaðstoðarkerfa sem í boði er í fjöldaframleiddum bíl.
Þar er að finna nýja tækni á borð við sjálfvirkt bílastæðakerfi og akreinaskynjara.

Akreinaaðstoð (LFA)

NEXO  er búinn akreinaaðstoð, fyrstur Hyundai-bíla. Þegar hún er virk heldur hún  jeppanum á miðri akreininni á hraða milli 0 og 145 kílómetra/klst. á  þjóðvegum og borgargötum. Kerfið greinir stöðu bílsins innan akreinar og  varar ökumanninn við með hljóðmerki og sjónrænni viðvörun þegar leiðrétta  þarf stefnuna. Ef ökumaðurinn bregst ekki við snýr kerfið stýrinu til að  beina bílnum aftur í örugga stefnu.

Árekstraröryggiskerfi  fyrir blindsvæði (BCA)

Kerfið notar tvo ratsjárskynjara á neðanverðum afturstuðaranum til að vara við umferð á blindsvæðinu. Ef þú gefur stefnuljós við slíkar aðstæður gefur akreinaskiptihjálpin frá sér hljóðmerki og sjónræna viðvörun.

FCA-árekstraröryggiskerfi

FCA-árekstraröryggiskerfið  greinir veginn fram undan með ratsjá og myndavél og hemlar sjálfkrafa þegar  það greinir óvænta hemlun hjá bílnum fyrir framan eða gangandi vegfarendur á  veginum. Kerfið gefur fyrst frá sér hljóðviðvörun og sjónræna viðvörun, grípur  síðan inn í hemlana í samræmi við árekstrarhættuna og notar  hámarkshemlunarkraft til að forða árekstri. Kerfið verður virkt þegar ekið er  hraðar en 10 km/klst. og það greinir bíl, gangandi vegfaranda eða hjólandi  einstakling fyrir framan bílinn.

Blindsvæðismynd  og blindsvæðisskynjarar (BVM & BSM)

Blindsvæðismynd Hyundai, sú fyrsta sinnar tegundar, birtir ökumanni mynd út frá afturhluta og hliðum bílsins á mælaskjánum þegar hann ætlar að skipta um akrein. Hún eykur einnig útsýni í myrkri og úrkomu. Kerfið notar gleiðhornsmynd frá hvorri hlið bílsins til að vakta svæði sem ekki sjást í hefðbundnum baksýnisspeglum. Hyundai er fyrsti bílaframleiðandinn sem býður ökumönnum upp á lifandi mynd frá báðum hliðum bílsins.

Fjarstýrð  snjallbílastæðaaðstoð (RSPA)

Aldrei  hefur verið auðveldara að leggja í stæði. Fjarstýrð snjallbílastæðaaðstoð  gerir NEXO kleift að leggja sjálfkrafa í eða aka sjálfkrafa út úr bílastæði  hvort sem ökumaður er í bílnum eða ekki. Fjarstýrða snjallbílastæðaaðstoðin  getur meira að segja bakkað bílnum í stæði; allt sem gera þarf er að ýta á  einn hnapp. Þetta kerfi er sérstaklega hannað fyrir mjög þröng bílastæði eða  ökumenn sem ekki kunna við að leggja í þröng stæði.

Viltu nánari upplýsingar?

Hvað getum við gert fyrir þig?
Fyrirspurn þín hefur verið móttekin!
Oops! Eitthvað fór úrskeiðis, fylltir þú út alla stjörnumerktu reitina?