Nýr i20 er kröftugur og afgerandi smábíll sem setur ný viðmið í flokki sambærilegra bíla. Auk þess að sameina bestu öryggiseiginleika og tengimöguleika í flokki sambærilegra bíla er hann einnig fyrsti bíllinn í Evrópu sem skartar nýrri hönnunarstefnu okkar. Njóttu.
Skoðun
Hönnun
Samfelld LED-aðalljósin eru enn meira áberandi með skörpum dagljósunum sem tengjast afturhlutanum sjónrænt og skapa þannig einstakt útlit.
Afgerandi framstuðarinn er rammaður inn með áberandi loftinntökum og nýju grilli með möskvahönnun sem sker sig úr frá fyrstu sýn.
Flæðandi z-laga LED-ljósasamstæðan teygir sig yfir skottlokið og tengir þannig saman afturljósin til að skapa einstakt útlit.
Rennileg blöðin gefa mælaborðinu óvenju stílhreint útlit og undirstrika mjúka og breiða hönnun framhlutans.
Góð tenging og stjórn með sportlegum stjórnhnöppum í stýri.
Nýi 10,25" stafræni mælaskjárinn og 10,25" snertiskjárinn á miðstokknum eru lykilatriði í fagurlega mótuðu og hátæknilegu innanrýminu.
Tengimöguleikar
Til að gera innanrýmið fágaðra og notendavænna hafa 10,25" stafræni mælaskjárinn og 10,25" snertiskjárinn fyrir miðju verið felldir sjónrænt saman.
Tengt leiðaval þýðir að leiðin er ekki lengur reiknuð út af örgjörvanum í leiðsögutækinu heldur öflugum þjóni í Hyundai-skýinu. Af hverju er það betra? Af því að nú er hægt að spá með meiri nákvæmni fyrir um umferð, fá nákvæmari komutíma og gera áreiðanlegri endurútreikninga á leiðum.
Þú gætir þurft að leggja i20 einhvers staðar áður en þú kemst á endanlegan áfangastað. Ef þú ert innan 200 m til 2 km geturðu flutt leiðsögnina úr bílnum yfir í Bluelink-forritið. Með auknum raunveruleika leiðbeinir síminn þér nákvæmlega þangað sem þú vilt fara.
Gleymdirðu að læsa bílnum? Engar áhyggjur, i20 lætur þig vita með því að senda vöktunartilkynningu í símann þinn. Síðan geturðu notað PIN-númerið þitt til að læsa eða opna bílinn með einum hnappi.
Ef i20-bílinn þinn er búinn leiðsagnarkerfi geturðu notað Bluelink-forritið til að leita að áfangastöðum þegar þú ert ekki í bílnum. Bluelink samstillir síðan leiðina við leiðsögukerfið þitt. Þú sest bara inn og ýtir á hnapp.
Gleymdirðu hvar þú lagðir bílnum? Þú opnar bara Bluelink-forritið til að sjá hvar bíllinn þinn er – hvar sem er í heiminum.
Bluelink fylgist alltaf með bílnum þínum. Ef einhver reynir að brjótast inn í nýja i20-bílinn þinn – átt er við hurðalæsinguna og dyrnar opnaðar – færðu vöktunartilkynningu í snjallsímann.
Þú getur framkvæmt fjartengda bilanagreiningu með Bluelink-forritinu. Skýrslan um bílinn getur sýnt upplýsingar um þrýsting í hjólbörðum, viðvörunarljós vegna bilana, loftpúða, hemlakerfi og margt fleira.
Þarftu bensín? Athugaðu forritið. Fáðu fjaraðgang að stöðu bílsins hvenær sem er, þar á meðal hversu mikið eldsneyti er eftir, hvort dyrnar eru opnar/lokaðar eða læstar/ólæstar og hvort gluggar eða farangursgeymsla er opin/lokuð.
Afköst
Sparaðu eldsneyti og dragðu úr losun með 48 V Mild hybrid-kerfi i20. Kerfið vinnur með eldsneytisvélinni til að skila auknu togi við inngjöf.
Snjalla beinskiptingin er hönnuð til að draga úr útblæstri og auka sparneytni með því að aftengja vélina frá gírkassanum eftir að ökumaðurinn tekur fótinn af inngjöfinni þannig að bíllinn byrjar að renna.
Þægindi
351 lítra geymslurými, 25 lítrum meira en í forveranum, þýðir að nýr i20 býður upp á meira pláss fyrir ævintýri þín og fjölskyldunnar.
Njóttu frábærra hljómgæða með fyrsta flokks Bose-hljóðkerfi. Átta hátalarar, þar á meðal bassahátalari, gera hverja ferð að hátíð.
Þráðlaus speglun og hleðsla síma. Sjáðu allt á 10,25" snertiskjánum með Apple CarPlay™ eða Android Auto™. Þráðlaus hleðslustöð er líka um borð.
Öryggi