i20

Tilbúinn fyrir ný ævintýri

Ný viðmið.

Nýr i20 er kröftugur og afgerandi smábíll sem setur ný viðmið í flokki sambærilegra bíla. Auk þess að sameina bestu öryggiseiginleika og tengimöguleika í flokki sambærilegra bíla er hann einnig fyrsti bíllinn í Evrópu sem skartar nýrri hönnunarstefnu okkar. Njóttu.

Skoðun

Kynntu þér nýjan Hyundai i20.

Fáðu betri tilfinningu fyrir hönnun og búnaði i20, sem er leiðandi í flokki sambærilegra bíla, með Raf Van Nuffel, yfirmanni markaðssetningar og verðlagningar hjá Hyundai Motor Europe.

Hönnun

Fangaðu athyglina með stíl.

Nýr i20 er rennilegur og framúrskarandi bíll sem kemur með látum inn í flokk sambærilegra bíla með sportlegri nýrri hönnun. Hann er breiðari, lengri og með lægra þak en forverinn og fyrsti bíllinn í Evrópu sem sækir innblástur í hönnunarstefnu Hyundai sem einkennist af sportlegum smáatriðum – fullkominn samhljómur kraftmikilla hlutfalla, stíls og tækni.

Glæsileg ljósahönnun.

Samfelld LED-aðalljósin eru enn meira áberandi með skörpum dagljósunum sem tengjast afturhlutanum sjónrænt og skapa þannig einstakt útlit.

Framhluti og miðhluti: sportlegt útlit.

Afgerandi framstuðarinn er rammaður inn með áberandi loftinntökum og nýju grilli með möskvahönnun sem sker sig úr frá fyrstu sýn.

Einstök ljós.

Flæðandi z-laga LED-ljósasamstæðan teygir sig yfir skottlokið og tengir þannig saman afturljósin til að skapa einstakt útlit.

Hátæknilegt hágæðainnanrými.

Hönnuðir Hyundai hafa skapað nýtt og ferskt útlit og beitt fjölmörgum nýstárlegum fagurfræðilegum og tæknilegum lausnum til að ná fram rúmgóðu andrúmslofti og nútímalegri stemningu.Hurðirnar ramma mælaborðið glæsilega inn og skapa fallega áferð með innblæstri frá formum sem finna má í náttúrunni. Lögun hurðanna passar fullkomlega við mælaborðið og LED-stemningslýsingin gefur látlaust en fágað blátt yfirbragð í ökumannsrýminu.

Glæsilegt mælaborð.

Rennileg blöðin gefa mælaborðinu óvenju stílhreint útlit og undirstrika mjúka og breiða hönnun framhlutans.

Sportlegt stýri með fjórum örmum.

Góð tenging og stjórn með sportlegum stjórnhnöppum í stýri.

Tvöfaldur 10,25" mælaskjár og skjár.

Nýi 10,25" stafræni mælaskjárinn og 10,25" snertiskjárinn á miðstokknum eru lykilatriði í fagurlega mótuðu og hátæknilegu innanrýminu.

Tengimöguleikar

Bestu tengimöguleikar í flokki sambærilegra bíla.

Njóttu góðs af hátæknibúnaði á borð við þráðlausa speglun snjallsíma og möguleika á að skipta skjánum á stórum, tvöföldum 10,25" skjáunum. Með Bluelink Connected Car Services geturðu svo stjórnað bílnum með snjallsímanum – eða raddskipunum. Þessi tækni býður upp á hnökralausa tengingu við nýja i20-bílinn þinn með raddstýringu og búnaði sem gerir aksturinn þægilegri og ánægjulegri.

10,25" snertiskjár fyrir miðju.

Til að gera innanrýmið fágaðra og notendavænna hafa 10,25" stafræni mælaskjárinn og 10,25" snertiskjárinn fyrir miðju verið felldir sjónrænt saman.

Bluelink® Connected Car Services.

Bluelink, tengda bílakerfið frá Hyundai, notar innbyggða fjarvirkni til að bjóða upp á fyrsta flokks þjónustu Hyundai Live Services, svo sem upplýsingar um umferð í rauntíma eða bílastæði við götur eða annars staðar. Með Bluelink-forritinu geturðu læst og opnað nýja i20-bílinn þinn með fjarstýringu, eða fundið hann þegar þú manst ekki alveg hvar þú lagðir honum. Forritið sendir einnig viðvörun ef einhver reynir að brjótast inn. Og ef þú vilt vita hvort þrýstingur í hjólbörðum er í lagi getur það líka sagt þér það.

Tengt leiðaval.

Tengt leiðaval þýðir að leiðin er ekki lengur reiknuð út af örgjörvanum í leiðsögutækinu heldur öflugum þjóni í Hyundai-skýinu. Af hverju er það betra? Af því að nú er hægt að spá með meiri nákvæmni fyrir um umferð, fá nákvæmari komutíma og gera áreiðanlegri endurútreikninga á leiðum.

Leiðsögn síðasta spölinn.

Þú gætir þurft að leggja i20 einhvers staðar áður en þú kemst á endanlegan áfangastað. Ef þú ert innan 200 m til 2 km geturðu flutt leiðsögnina úr bílnum yfir í Bluelink-forritið. Með auknum raunveruleika leiðbeinir síminn þér nákvæmlega þangað sem þú vilt fara.

Fjarstýrðar hurðalæsingar

Gleymdirðu að læsa bílnum? Engar áhyggjur, i20 lætur þig vita með því að senda vöktunartilkynningu í símann þinn. Síðan geturðu notað PIN-númerið þitt til að læsa eða opna bílinn með einum hnappi.

Áfangastaður sendur í bíl

Ef i20-bílinn þinn er búinn leiðsagnarkerfi geturðu notað Bluelink-forritið til að leita að áfangastöðum þegar þú ert ekki í bílnum. Bluelink samstillir síðan leiðina við leiðsögukerfið þitt. Þú sest bara inn og ýtir á hnapp.

Finna bílinn minn

Gleymdirðu hvar þú lagðir bílnum? Þú opnar bara Bluelink-forritið til að sjá hvar bíllinn þinn er – hvar sem er í heiminum.

Þjófavarnartilkynning.

Bluelink fylgist alltaf með bílnum þínum. Ef einhver reynir að brjótast inn í nýja i20-bílinn þinn – átt er við hurðalæsinguna og dyrnar opnaðar – færðu vöktunartilkynningu í snjallsímann.

Upplýsingar um ástand bílsins.

Þú getur framkvæmt fjartengda bilanagreiningu með Bluelink-forritinu. Skýrslan um bílinn getur sýnt upplýsingar um þrýsting í hjólbörðum, viðvörunarljós vegna bilana, loftpúða, hemlakerfi og margt fleira.

Staða bíls.

Þarftu bensín? Athugaðu forritið. Fáðu fjaraðgang að stöðu bílsins hvenær sem er, þar á meðal hversu mikið eldsneyti er eftir, hvort dyrnar eru opnar/lokaðar eða læstar/ólæstar og hvort gluggar eða farangursgeymsla er opin/lokuð.

Afköst

Fleiri valkostir um aflrásir. Meiri sparneytni.

Tvær vélar og þrír gírkassar eru í boði. Efst í línunni er 1,0 T-GDi bensínvél með 100 hö. eða 120 hö. Hana má útbúa með 48 volta samhliða hybrid-kerfi, annaðhvort sem aukabúnað með 100 hö. eða staðalbúnað með 120 hö. Hybrid-bíll með samhliða kerfi skilar 3–4% minni eldsneytisnotkun og losun koltvísýrings. 1,2 lítra MPi-bensínvél er einnig fáanleg með 84 hö.

48 V Mild hybrid-vél.

Sparaðu eldsneyti og dragðu úr losun með 48 V Mild hybrid-kerfi i20. Kerfið vinnur með eldsneytisvélinni til að skila auknu togi við inngjöf.

Snjöll beinskipting (iMT).

Snjalla beinskiptingin er hönnuð til að draga úr útblæstri og auka sparneytni með því að aftengja vélina frá gírkassanum eftir að ökumaðurinn tekur fótinn af inngjöfinni þannig að bíllinn byrjar að renna.

Þægindi

Meira pláss. Fyrsta flokks hljóðkerfi. Ítarlegir þráðlausir tengimöguleikar.

Stærri og betri – í nýjum i20 er meira af öllu: Meiri þægindi með þráðlausri speglun snjallsíma og þráðlausri hleðslu fyrir tengingu án snúru. Meira rými í skottinu þýðir að þú getur tekið meira af öllu sem þú vilt með þér. Átta hátalara Bose-hljóðkerfið tryggir enn skemmtilegri ökuferðir þegar þig langar bara að hækka í botn og syngja með.

Meira rými í skottinu.

351 lítra geymslurými, 25 lítrum meira en í forveranum, þýðir að nýr i20 býður upp á meira pláss fyrir ævintýri þín og fjölskyldunnar.

Fyrsta flokks hljóðkerfi.

Njóttu frábærra hljómgæða með fyrsta flokks Bose-hljóðkerfi. Átta hátalarar, þar á meðal bassahátalari, gera hverja ferð að hátíð.

Leiðandi tengimöguleikar í flokki sambærilegra bíla.

Þráðlaus speglun og hleðsla síma. Sjáðu allt á 10,25" snertiskjánum með Apple CarPlay™ eða Android Auto™. Þráðlaus hleðslustöð er líka um borð.

Öryggi

Alhliða öryggisbúnaður.

Með Hyundai SmartSense, hugvitssamlega akstursaðstoðarkerfinu okkar, býður nýr i20 upp á bestu akstursöryggistæknina í sínum flokki – sem er hönnuð til að tryggja þér aukið öryggi og hugarró. Mikið af þessum búnaði finnst vanalega ekki í flokki sambærilegra bíla.

Akreinaaðstoð (LFA).

Í fyrsta sinn er nýr i20 búinn akreinaaðstoð (LFA). Þegar hún er virk heldur hún bílnum á miðri akreininni á hraða milli 0 og 180 km/klst. á þjóðvegum og á götum innanbæjar.

Árekstraröryggiskerfi fyrir blindsvæði.

Kerfið notar ratsjárskynjara á neðanverðum afturstuðaranum og myndavél að framan til að vara við umferð á blindsvæðunum. Ef stefnuljós er gefið við slíkar aðstæður virkjar kerfið hljóðviðvörun og hemlar til að koma í veg fyrir árekstur.

Árekstraröryggiskerfi með umferðarskynjara að aftan.

Þegar bakkað er út úr stæðum þar sem skyggni er lítið varar kerfið ekki aðeins ökumanninn við er bílar nálgast frá hlið – heldur virkjar það einnig hemlana sjálfkrafa.

FCA-árekstraröryggiskerfi.

FCA-árekstraröryggiskerfið greinir veginn fram undan með ratsjá og myndavél og hemlar sjálfkrafa þegar það greinir óvænta hemlun hjá bílnum fyrir framan eða gangandi vegfarendur og hjólreiðafólk á veginum.

Snjallhraðastillir með tengingu við leiðsögn (NSCC).

Notar fyrsta flokks leiðsögukerfi til að sjá fyrir beygjur eða beina kafla fram undan á þjóðvegum og stillir hraðann til að tryggja öruggari akstur.

Skynjari fyrir hreyfingu bíls á undan (LVDA).

Þessi hugvitssamlegi eiginleiki fyrir borgarakstur lætur ökumanninn vita þegar bíllinn á undan ekur af stað, t.d. á umferðarljósum eða í umferðarteppu.

Hraðatakmörkun (ISLA).

Hljóðrænar og myndrænar ábendingar birtast þegar farið er yfir hámarkshraða. Með handvirkri hraðatakmörkun getur ISLA stillt hraða bílsins sjálfkrafa.