Framúrstefnuleg hugmyndabílshönnun og einstakt úrval nýjustu snjalltækni einkennir IONIQ 5, sem er gerður til að koma þér lengra með hraðari hleðslu og rennilegum stíl.
Helstu atriði
Ytra byrði
Sýndu þig og sjáðu aðra. Punkturinn yfir i-ið á fallegum framhlutanum eru einkennandi LED-aðalljós með 256 ljósdeplum.
LED-ljósahönnunina er einnig að finna á afturhlutanum þar sem margskipt ljós IONIQ 5 eru felld inn í rétthyrnda afturljósasamstæðu.
Straumlínulöguð hönnun felganna kallast á við sparneytna hönnunina með rafmögnuðu yfirbragði sem fellur fullkomlega að rennilegum útlínunum.
Innanrými
Njóttu einstakra þæginda í framsætum sem hægt er að halla alveg aftur. Með einum hnappi geturðu hallað þér aftur og hlaðið batteríin meðan á hleðslu stendur.
Lagaðu innanrýmið að þínum þörfum. Þú getur rennt miðstokknum aftur að aftursætunum til að börnin geti notað hann sem nestisborð eða skrifborð.
Sambyggður 12,3" skjár upplýsinga- og afþreyingarkerfisins og 12,3" mælaskjár er staðalbúnaður sem veitir einfaldan aðgang að öllum aðgerðum tengdum akstri, öryggi og upplýsinga- og afþreyingarkerfi.
Tæknilýsing
Ábyrgð