Hyundai IONIQ 5 í hleðslu

IONIQ 5.

Rafmögnuð tilvera.

Stílhrein spenna.

Framúrstefnuleg hugmyndabílshönnun og einstakt úrval nýjustu snjalltækni einkennir IONIQ 5, sem er gerður til að koma þér lengra með hraðari hleðslu og rennilegum stíl.

Horfðu á afhjúpun IONIQ 5.

IONIQ 5 var afhjúpaður á heimsvísu þann 23. febrúar – horfðu á viðburðinn hér:

Helstu atriði

Framtíð rafknúinna samgangna er runnin upp.

IONIQ 5 sér til þess að samgöngur framtíðarinnar eru ekki lengur fjarlægur draumur heldur hversdagslegur raunveruleikinn. Í þessum byltingarkennda rafbíl ert þú við stjórnvölinn og getur valið þann lífstíl og það vistspor sem þér hugnast.

Sjálfbærni.

Vistvænt efnisval einkennir innanrými IONIQ 5. Sem dæmi um það eru hráefni sem unnin eru úr sykurreyr notuð í loftklæðninguna, teppið og sætishlífarnar. Endurvinnanleg lausn sem er falleg á að líta.

Tækni.

44" sjónlínuskjárinn gerir framrúðuna að leiðarvísi þínum í gegnum hversdaginn. IONIQ 5 er einnig fyrsti bíllinn frá Hyundai sem er búinn annars stigs sjálfvirkri öryggistækni.

Ofurhröð hleðsla.

IONIQ 5 er einn fárra í flokki sambærilegri bíla sem er búinn 800 V rafhlöðukerfi. Hleðslan tekur mjög stuttan tíma, afköstin eru mikil og hnökralaus og fullkomið jafnvægi er á milli þyngdar og rýmis.

Ytra byrði

Afgerandi. Margrómuð. Tær. Hönnun hugmyndabíls fyrir fjöldann.

Tær hönnun IONIQ 5 ber með sér ferska sýn á rafbíla þar sem einfaldleikinn ræður ríkjum með stílhreinum línum og fyrirferðarlitlum búnaði. Einstök skellaga vélarhlífin nær yfir alla breidd bílsins til að fela bil á milli þilja og skapa tært, hátæknilegt útlit. LED-ljósin eru með einkennandi margskiptum ljósum og einstakri hönnun sem kemur til með að prýða allar gerðir IONIQ í framtíðinni.

360°

0%

    Lýstu upp myrkrið með 256 ljósdeplum.

    Sýndu þig og sjáðu aðra. Punkturinn yfir i-ið á fallegum framhlutanum eru einkennandi LED-aðalljós með 256 ljósdeplum.

    Bjartur yfirlitum að aftan.

    LED-ljósahönnunina er einnig að finna á afturhlutanum þar sem margskipt ljós IONIQ 5 eru felld inn í rétthyrnda afturljósasamstæðu.

    Glæsilegar 20" álfelgur.

    Straumlínulöguð hönnun felganna kallast á við sparneytna hönnunina með rafmögnuðu yfirbragði sem fellur fullkomlega að rennilegum útlínunum.

    Innanrými

    Rúmgott og sjálfbært innanrými.

    Í innanrými IONIQ 5 verða mörkin á milli híbýla og ferðarýmis óljós. Rafbílshönnunin gerði okkur kleift að endurskapa innanrýmið á glænýjan máta. Stórt, flatt gólf, einstaklega stillanlegt framsæti sem hægt er að halla alveg aftur og miðstokkur sem hægt er færa um farþegarýmið býður upp á einstaka upplifun.

    Slökunarsæti.

    Njóttu einstakra þæginda í framsætum sem hægt er að halla alveg aftur. Með einum hnappi geturðu hallað þér aftur og hlaðið batteríin meðan á hleðslu stendur.

    Hreyfanlegur miðstokkur.

    Lagaðu innanrýmið að þínum þörfum. Þú getur rennt miðstokknum aftur að aftursætunum til að börnin geti notað hann sem nestisborð eða skrifborð.

    Stafrænt ökumannsrými með breiðskjá.

    Sambyggður 12,3" skjár upplýsinga- og afþreyingarkerfisins og 12,3" mælaskjár er staðalbúnaður sem veitir einfaldan aðgang að öllum aðgerðum tengdum akstri, öryggi og upplýsinga- og afþreyingarkerfi.

    Tæknilýsing

    Við bjóðum þér nýja gerð afkasta.

    Hér fer ný gerð rafbíls sem býður upp á hrífandi akstur með einstökum aksturseiginleikum, hröðun sportbíls og valkvæmu aldrifi, byggð á glænýju byggingarlagi sem markar þáttaskil í orkuskiptunum.

    Hröðun.

    0 í 100 km/klst. á 5,2 sekúndum.

    Ofurhröð hleðsla.

    10% til 80% á 18 mín.
    1

    Hleðsla.

    100 km drægi á 5 mín.

    Sjónlínuskjár.

    Með auknum raunveruleika.

    Geymslurými.

    Allt að 558 lítra geymslurými að framan og  að aftan.
    2

    Akstursdrægi.

    Njóttu allt að 500 km akstursdrægis á einni hleðslu miðað við 2WD.

    Samanburður á stærð

    IONIQ 5

    Tucson

    KONA EV

    IONIQ 5

    Tucson

    KONA EV

    IONIQ 5

    Tucson

    KONA EV

    IONIQ 5

    Tucson

    KONA EV

    Hversu löng er þín daglega leið?

    Reiknaðu daga milli hleðsla fyrir IONIQ 5.

    22 km

    IONIQ 5

    1

    dagar

    milli
    hleðsla11

    Líkt og í bensín/dísel bíl þá eru ýmsir þættir sem geta haft áhrif á nýtingu eldneytis vélar, heildar rafmagnsdrægni veltur á stærð rafhlöðu, aksturslagi, veðurfari, fjölda farþega í bíl ásamt fleiru.


    1. 1 Gildi sem eru valin eru byggð á mati. Drægni fyrir þennan bíl hefur ekki verið skilgreind að fullu

    Ábyrgð

    7 ára ábyrgð allt að 150.000 km.

    Eins og allir Hyundai-bílar er IONIQ 5 smíðaður samkvæmt ströngustu gæðastöðlum. Til viðbótar þessari gæðatryggingu fylgir honum fimm ára ábyrgð með ótakmörkuðum akstri til að þú getir notið þess sem þú kannt best að meta í lífinu, án þess að hafa áhyggjur af bílnum. Aktu um áhyggjulaus með eina bestu ábyrgð sem fyrirfinnst í bílaiðnaðinum.