Nýr Santa Fe.

Nú fáanlegur PHEV

Stærri. Betri. Fallegri.

Vinsælasti jeppinn okkar í Evrópu hefur verið endurhannaður frá toppi til táar og býður nú upp á meira pláss, þægindi og notagildi. Hönnun nýs Santa Fe er áræðnari og meira afgerandi, auk þess sem hann býðst með ótrúlegu úrvali nýrrar tækni, hybrid-aflrásum og nýjasta öryggisbúnaðinum.

Nýtt fágað útlit.

Snilldarleg samþætting kraftmikils yfirbragðs og rennilegrar fágunar einkennir breytta hönnun að innan sem utan sem á sér enga líka í flokki jeppa.

Nýjar rafknúnar aflrásir.

Minni losun en meira afl. Fyrsta flokks hybrid-aflrás og tengiltvinnbílsaflrás auðvelda þér að draga úr losun koltvísýrings um leið og þær eyða minna eldsneyti.

Nýjasti öryggisbúnaðurinn.

Santa Fe er búinn fyrsta flokks öryggisbúnaði og háþróuðum akstursaðstoðarkerfum sem svipar til þeirra sem má finna í lúxusútfærslum bíla keppinautanna

Santa Fe í 20 ár – þróun goðsagnar.

Árið 2000 kynnti Hyundai til sögunnar Santa Fe og tók sér um leið stöðu sem leiðandi aðili á jeppamarkaðinum. Santa Fe hefur átt miklum vinsældum að fagna og fagnar nú 20 ára afmæli sínu. Kynntu þér hvernig fyrsti jeppinn okkar hefur þróast í gegnum árin.

Fyrsta kynslóð 2000–2006.

Fyrsta kynslóðin hafði kraftmikið en fágað útlit og var töluvert lengri og breiðari en margir bílar keppinauta okkar, sem undirstrikaði hversu vel hann hentaði fyrir akstur í torfærum.

Önnur kynslóð 2006–2012.

Önnur kynslóðin einkenndist af meira afli, meira plássi og endurbættu öryggiskerfi, ásamt aukinni stjórn við mismunandi aksturs- og veðurskilyrði.

Þriðja kynslóð 2012–2018.

Þriðja kynslóðin bauð upp á enn meiri þægindi og gæði til viðbótar við nýja hönnunarstefnu þar sem áherslan var á fágaðar línur og afgerandi fleti.

Fjórða kynslóð 2018 til dagsins í dag.

Einstakt yfirbragð fjórðu kynslóðarinnar er undirstrikað með fáguðu útliti, nýjustu tækni, besta öryggisbúnaðinum í flokki sambærilegra bíla og einstaklega miklu rými.

Skoðaðu nýjan Santa Fe.

Hlustaðu á kynningu Andrea Manglaviti vörustjóra Hyundai Motor í Evrópu á Santa Fe.

Hönnun sem lætur að sér kveða.

Santa Fe er ábúðarmikill í útliti þannig að eftir er tekið. Hann er gerður fyrir öruggan og kraftmikinn akstur. Breið staðan og afgerandi hönnunin fer ekki fram hjá neinum. Allt er þetta hluti af gagngerri endurhönnun ytra byrðisins, þar sem saman fara kraftmikið yfirbragð og afslöppuð fágun, sem er einstök í flokki sambærilegra bíla.

Sérstaklega geislandi.

Einstök T-laga LED-dagljósin fanga athygli. Þau skapa einstaklega afgerandi lýsingu og gegna einnig hlutverki stefnuljósa.

Áræðið yfirbragð.

Ný ílöng hönnun afturljósanna er tengd saman með rauðri umgjörð með endurskini til að leggja áherslu á breiða yfirbygginguna.

Kraftmikil útgeislun.

Breitt grill með eftirtektarverðu þrívíðu mynstri flæðir áreynslulaust inn í aðalljósin til að skapa samfelldara útlit.

Óaðfinnanlegt útlit

Fyrsta flokks efni. Mikið rými. Nýjasta tækni.

Um leið og þú sest í rúmgott innanrými Santa Fe upplifirðu strax: Meira rými, aukin þægindi og meira notagildi í samanburði við eldri gerð. Upplifðu áður óþekktan lúxus mjúkra fyrsta flokks áklæða eða leðurs, hvert sem litið er. Auk þess er hægt að fá Santa Fe með lúxuspakka, fyrstan bíla frá Hyundai.

Aflíðandi miðstokkur.

Eitt af því sem helst einkennir nýtt útlit innanrýmisins er aflíðandi miðstokkurinn sem líður inn í leðurklæddan árekstrarpúðann í mjúkri sveigju. Miðstokkurinn er klæddur mjúku áklæði og búinn fjölbreyttum tæknibúnaði sem kallar fram fallega áferð farþegarýmisins. Bakkinn undir miðstokknum býður auk þess upp á geymslu fyrir persónulega muni.

Alstafrænn mælaskjár.

Uppfærsla innanrýmisins er fullkomnuð með nýjum 12,3" stafrænum mælaskjá sem hægt er að sérstilla.

Nýr 10,25" snertiskjár.

Allt sem þú þarft á einum stórum skjá. Sérstaklega haganlega staðsettur 10,25" snertiskjárinn býður upp á skýra mynd, einfalda notkun og speglun fyrir snjallsíma.

Rafrænn gírskiptihnappar.

Skiptu á milli framgírs, hlutlauss gírs, bakkgírs og stöðugírs með þægilega staðsettum hnöppum á aflíðandi miðstokknum.

Hugvitssamleg þægindi og hægðarauki.

Santa Fe býður upp á það besta í þægindum og hægðarauka með einstaklega sveigjanlegri sætaskipan og snjöllum lausnum fyrir hversdagsamstrið á borð við rafknúinn afturhlera með bendistjórnun og leiðsögn fyrir opnun afturhlera. Fótarýmið er mikið við aðra og þriðju sætaröð, farangursgeymslan er stærri og fjöldi geymsluhólfa er vítt og breitt um innanrýmið.

Sveigjanleg sætaskipan.

Njóttu fyrsta flokks þæginda fyrir allt að sjö farþega með nægu farangursrými. Ertu að leggja í langferð með mikinn farangur? Þá geturðu rennt fram annarri sætaröð, með 40/20/40 skiptingu, til að koma bæði farþegum og farangri fyrir án vandkvæða. Aðeins þarf að ýta á einn hnapp til að renna annarri sætaröð fram og frá til að skapa greiða leið í þriðju sætaröðina.

Fyrsta flokks KRELL-hljóðkerfi.

Einstök hljómtæki frá KRELL skila kristaltærum hljóðheimi. Tíu gæðahátalarar skila frábærum surround-hljómi um allan bílinn.

Sjónlínuskjár.

Sjónlínuskjárinn eykur öryggi þitt með því að varpa mikilvægum upplýsingum á borð við hraða, leiðsögn og viðvaranir beint á framrúðuna.

Háþróaðir tengimöguleikar.

Að sjálfsögðu hefur allur stafrænn tæknibúnaður Santa Fe verið uppfærður í nýjustu útgáfu. Þráðlaus speglun snjallsíma og nýjasti tengibúnaður á borð við Bluelink® Connected Car Services gerir þér kleift að stjórna bílnum með snjallsímanum – eða röddinni. Ókeypis fimm ára áskrift að Hyundai LIVE Services fylgir með leiðsögukerfi fyrir stóran 10,25" skjá.

Þráðlaus hleðsla.

Uppfærð þráðlaus hleðslustöð er nú enn öflugri og skilvirkari til að hægt sé að hlaða snjallsíma hratt án snúruflækju.

Þráðlaust Apple Car Play og Android Auto.

Með þráðlausu Apple CarPlay™ og Android Auto™ er hægt að spegla snjallsímann á 10,25" snertiskjánum án þess að þurfa að stinga honum í samband.

Bluelink® Connected Car Services.

Stjórnaðu bílnum með snjallsímanum – eða með röddinni. Bluelink® býður upp á hnökralausa tengimöguleika og snjalleiginleika sem auðvelda þér aksturinn.

Ný vélalína býður upp á aukna sparneytni og aukið afl.

Njóttu meiri sparneytni með auknu afli. Nýjum Santa Fe fylgir glæný vélalína með minni losun koltvísýrings, auk þess sem bíllinn er fyrsti Hyundai-bíllinn í Evrópu sem seldur er með SmartStream hybrid-aflrás og tengiltvinnbílsaflrás.

HTRAC™-aldrifskerfi.

Hugvitssamlegt HTRAC™-aldrifskerfi býður upp á frábæra aksturseiginleika og afköst í beygjum – sem gerir akstur á hálum götum í borginni og torfærum sveitavegum öruggari og miklu afslappaðri.

Torfærustilling.

Snjór? Sandur? Aur? Ekkert mál. Torfærustillingin gerir þér kleift að velja á þægilegan hátt á milli akstursstillinga til að fínstilla aksturseiginleika og aldrifsstillingu fyrir mismunandi aðstæður.

Nýr undirvagn.

Nýr Santa Fe er byggður á þriðju kynslóð Hyundai-undirvagna með enn meiri afköstum, stjórn, sparneytni og öryggi.

Tengiltvinnbíllinn.

Rafknúinn þegar þú vilt það. Bensínknúinn þegar þú þarft það. Tengiltvinnbíllinn skilar 265 HÖ. og býður upp á rafmagnsakstur með einum takka.

SmartStream hybrid-aflrás.

Öflug samþætting bensínvélar með forþjöppu og rafmótors með rafhlöðu gerir Santa Fe Hybrid ótrúlega sparneytinn.

1.6 T-GDi turbo hybrid.

Hybrid-útgáfa Santa Fe skilar allt að 230 hö. með samvinnu 1,6 lítra T-GDi SmartStream-bensínvélar með forþjöppu og beinni innspýtingu og 44,2 kW rafmótors, sem knúinn er með 1,49 kWh LiPo-rafhlöðu. Bíllinn er í boði með tvíhjóladrifi og fjórhjóladrifi.

1.6 T-GDi plug-in Hybrid.

Tengiltvinnbíllinn, sem kemur á markað 2021, er knúinn með 1,6 lítra T-GDi SmartStream-bensínvél með forþjöppu og beinni innspýtingu og 66,9 kW rafmótor með 13,8 kWh LiPo-rafhlöðu. Þessi útfærsla verður aðeins í boði með fjórhjóladrifi. Heildaraflið er 265 hö.

2.2 SmartStream-dísilvél.

Fjögurra strokka SmartStream-dísilvélin skilar 202 hö. og 440 Nm togi og verður í boði með tvíhjóladrifi og fjórhjóladrifi. Nýja strokkstykkið er úr áli í stað stáls og er 19,5 kg léttara. Fjölmargir aðrir íhlutir hafa verið endurbættir til að stuðla að aukinni sparneytni. Að auki er vélin búin 2200 bara innsprautunarkerfi sem skilar enn betri heildarafköstum í vél.

Enn meira öryggi fyrir þig og þína nánustu.

Fyrsta flokks Hyundai SmartSense-öryggisbúnaður og háþróuð akstursaðstoðarkerfi á borð við þjóðvegaakstursaðstoð og árekstraröryggiskerfi að aftan fyrir bílastæði svipar til þeirra sem finna má í lúxusútfærslum bíla keppinautanna. Bíllinn er meira að segja búinn fjarstýrðu SPAS-bílastæðakerfi sem leggur bílnum fyrir þig.

Þjóðvegaakstursaðstoð (HDA).

Nýr Santa Fe er nú í fyrsta sinn búinn þjóðvegaakstursaðstoð. Þessi búnaður er samsettur úr akreinaaðstoð og snjallhraðastilli. Búnaðurinn notar skynjara og kortagögn til að tryggja öruggan akstur og sjálfvirka stillingu hraða þar sem hraðatakmarkanir gilda. Sérstakur hnappur á stýri gerir ökumanni kleift að kveikja á þjóðvegaakstursaðstoðinni.

Fjarstýrð snjallbílastæðaaðstoð.

Nýr Santa Fe getur nú sjálfkrafa lagt í og ekið úr bílastæði. Kerfið getur meira að segja bakkað bílnum í stæði eftir að ýtt er á einn hnapp.

Árekstraröryggiskerfi að aftan fyrir bílastæði.

Þessi búnaður notar ratsjár að aftan og á hliðum til að greina hindranir þegar bakkað er og varar ökumann við og beitir hemlum til að koma í veg fyrir árekstur.

Akreinaaðstoð.

Santa Fe er búinn akreinaaðstoð. Þegar kveikt er á henni heldur hún bílnum á miðri akreininni á hraða milli 0 og 200 kílómetra/klst. á þjóðvegum og á götum innanbæjar.

Árekstraröryggiskerfi fyrir blindsvæði.

Kerfið notar ratsjárskynjara á neðanverðum afturstuðaranum og myndavél að framan til að vara við umferð á blindsvæðum. Ef stefnuljós er gefið við slíkar aðstæður virkjar kerfið hljóðviðvörun og hemlar til að koma í veg fyrir árekstur.

FCA-árekstraröryggiskerfi.

FCA-árekstraröryggiskerfið greinir veginn fram undan með ratsjá og myndavél og hemlar sjálfkrafa þegar það greinir óvænta hemlun hjá bílnum fyrir framan eða gangandi vegfarendur og hjólreiðafólk á veginum.
Verð og búnaður