Glænýr TUCSON.

Frábært verður enn betra.

Byltingarkennd hönnun. Rafmögnuð afköst.

Byltingin er hafin. Nýr Tucson er ekki eingöngu eðlileg framþróun frá eldri gerð heldur hefur hönnun hans verið umbylt. Bíllinn er í fararbroddi í framsækinni hönnun, auk þess að vera búinn fyrsta flokks snjalltækni og rafvæddustu aflrásalínunni í flokki sambærilegra bíla.

Hönnun ytra byrðis
Bylting í hönnun.

Hönnun nýs Tucson er jafn fáguð og hún er byltingarkennd. Hér er nútímaleg fagurfræði færð á annað stig með einstökum meitluðum flötum og rennilegum línum sem ekki hafa sést áður í hönnun smájeppa. Yfirbyggingin er stærri og breiðari. Kröftug staðan sameinar skörp horn og rennileg hlutföll með áberandi flötum. Niðurstaðan er framsækið útlit sem kemur kraftalegri jeppaarfleifð Tucson fullkomlega til skila.

Fyrstu innfelldu duldu ljós sinnar tegundar.

Haganleg lögun á dökkrómuðu grilli lýsist upp þegar ekið er af stað. Með fyrsta flokks hálfspeglaðri lýsingartækni umbreytast ytri hlutar grillsins í gimsteinslaga ljós þegar LED-dagljósin kvikna og skapa einkennandi lýsingu með hátæknilegu yfirbragði. Þegar bíllinn er stöðvaður eru ljósin aftur dulin innan grillsins.

Rafknúnar aflrásir.

Við settum meiri spennu í úrvalið. Nú geturðu valið úr rafvæddustu aflrásalínu í þessum flokki bíla: 48 volta Mild hybrid, hybrid og Plug-in Hybrid.

Byltingarkennd hönnun.

Rennileg lögun, skarpar línur og einstök innfelld dulin ljós, sem eru þau fyrstu sinnar tegundar, gefa nýjum Tucson einstakt yfirbragð.

Mesta öryggi í flokki sambærilegra bíla.

Vertu enn öruggari með hugvitssamlegum eiginleikum og háþróuðum akstursaðstoðarkerfum.

Krómaður áherslulisti.

Sportlegt yfirbragð nýs Tucson er undirstrikað með krómuðum áherslulista með skarpri fleygbogalögun, sem nær frá hliðarspeglum aftur að C-stoðinni.

LED-afturljósasamstæða.

Breið LED-afturljósin eru með sömu lögun og innfelldu duldu ljósin til að skapa samfellt útlit.

19" álfelgur.

Hægt er að fá Tucson afhentan með 19" álfelgum til að undirstrika enn frekar falleg hlutföllin og einstakt yfirbragðið.

Hönnun innanrýmis. Fegurð í innra rými.

Þegar þú sest inn í fágað og rúmgott innanrými Tucson er upplifunin sú sama og að stíga inn í vel skipulagt herbergi þar sem þú getur skilið hversdagslegt amstrið eftir við þröskuldinn. Hér sameinast rými, tækni og upplýsingar í fullkomnum samhljómi. Ávöl form og mjúk gæðaefni innanrýmisins gefa því einstakt útlit og yfirbragð.

Tenging með alstafrænni upplifun.

Fágaður einfaldleiki farþegarýmisins endurspeglast í hnökralausri samþættingu tæknilausna sem á sér engan sinn líka í flokki sambærilegra bíla. Upplifðu háþróaða og sérstillanlega stafræna upplifun með nýjum 10,25" snertiskjá og snertistjórnborði sem saman bjóða upp á einfalda stjórnun nettengdra eiginleika og bíls.  Hönnuðir okkar hafa útrýmt efnislegum hnúðum og hnöppum og sett í þeirra stað snertistjórnun fyrir leiðsögn, upplýsinga- og afþreyingarkerfi, miðstöð og loftkælingu.

Stemningslýsing.

Stilltu ljósin eins og þú vilt hafa þau. Stemningslýsingin býður upp á 64 liti og 10 birtustig til að velja úr, allt eftir því hvaða stemningu þú sækist eftir. Ljósin koma undan miðju mælaborðinu, frá þráðlausu hleðslustöðinni og úr hurðavösunum.

Rafræn gírskipting.

Rafræna gírskiptingin er tengd við haganlega staðsetta armhvíluna þar sem auðvelt er að nota hana, auk þess sem hún kallast á við stílhreint útlit innanrýmisins.

Loftræsting í framsætum.

Framsætin fást með þriggja þrepa loftkælingarkerfi sem tryggir þægilega ökuferð, hvernig sem viðrar.

Þriggja svæða hita- og loftstýring.

Til að allir séu ánægðir. Þriggja svæða hita- og loftstýring nær einnig til farþega í aftursætum.

Inngöngubúnaður.

Þessi sniðugi búnaður gerir ökumanni kleift að renna og halla sæti farþega í framsæti með hnappi á sætinu til að auðvelda aðgengi og auka þægindin.

Aukið rými.

Tucson hefur aldrei verið rýmri og nú hafa ökumaður og farþegar þægindi og pláss sem yfirleitt er aðeins að finna í næsta flokki bíla fyrir ofan. Þessu fylgir aukið fótarými fyrir farþega í aftursæti.

Niðurfelling aftursæta.

Aukin þægindi og sveigjanleiki bjóðast með 40:20:40 skiptingu aftursætanna. Enn fremur er boðið upp á fjarstýrða niðurfellingu sætanna með handföngum á hliðum farangursgeymslunnar.

Aukið farangursrými.

Búið er að stækka farangursgeymsluna sem nú er allt að 620 lítrar þegar sætin eru uppi og 1799 lítrar þegar öll sæti liggja niðri, allt eftir vali á áklæði og aflrás.

Framúrskarandi tækni fyrir tengingar – óháð staðsetningu.

Að sjálfsögðu hefur allur stafrænn tæknibúnaður Tucson verið uppfærður í nýjustu útgáfu. Speglun snjallsíma og nýjasti tengibúnaður á borð við Bluelink® Connected Car Services gerir þér kleift að stjórna bílnum með snjallsímanum – eða röddinni. Ókeypis fimm ára áskrift að Hyundai LIVE Services fylgir með leiðsögukerfi fyrir stóran 10,25" skjá.

10,25" snertiskjár og snertistjórnun.

Nýr 10,25" snertiskjárinn fellur fullkomlega að snertistjórnborðinu. Öllu er stjórnað með snertingu, hvort sem er leiðsögn, upplýsinga- og afþreyingarkerfi eða loftkæling.

10,25" stafrænn mælaskjár.

Stafræni mælaskjárinn gefur ökumannsrýminu hátæknilegt yfirbragð. Búið er að fjarlægja umgjörð mælaskjásins til að undirstrika opið yfirbragð innanrýmisins.

Hröð þráðlaus hleðsla.

Nýttu þér þráðlausa hraðhleðslu fyrir snjallsímann. Afl hleðslubúnaðarins hefur verið aukið úr 5 W í 15 W til að skila hraðhleðslu. Auk þess er einingin búin innbyggðum kælibúnaði til að koma í veg fyrir að snjalltækið ofhitni.

USB-tengi við fram- og aftursæti.

Hleðslan er alltaf til staðar. Nýr Tucson er í boði með USB-tengjum við fram- og aftursæti til að tryggja að allir í bílnum geti hlaðið tækin sín.

Fyrsta flokks KRELL-hljóðkerfi.

KRELL-hljóðkerfið skilar ótrúlegum hljómgæðum með átta kraftmiklum hátölurum og bassahátalara.

Bluelink® Connected Car Services.

BlueLink® Connected Car Services býður upp á hnökralausa tengingu við nýja Tucson-bílinn þinn með raddstýringu og ýmsum búnaði sem gerir aksturinn þægilegri og ánægjulegri. Þá gerir Bluelink-forritið þér kleift að stjórna ótal snjöllum eiginleikum. Leiðsögukerfinu fylgir fimm ára áskrift að Huyndai LIVE Services.

Afköst
Hvergi fjölbreyttara úrval rafknúinna aflrása.

Nýr Tucson er hannaður fyrir minni losun án þess að það komi niður á akstursánægjunni og honum fylgir fjölbreyttasta úrval rafknúinna aflrása í flokki borgarjeppa. Þú getur valið á milli 48 volta Mild hybrid, Hybrid eða Plug-in hybrid. Einnig er hægt að fá bíl með bensín- eða dísilvél.

Hybrid.

Rafmögnuð sparneytni. Hybrid-bíllinn er knúinn með 1,6 lítra T-GDI SmartStream-bensínvél og 44,2 kW rafmótor, með 1,49 kWh LiPo-rafhlöðu.

Plug-in hybrid.

Rafknúinn þegar þú vilt það. Bensínknúinn þegar þú þarft það. Tucson Plug-in hybrid með 1,6 lítra T-GDI vél kemur á markað árið 2021.

48V Mild hybrid.

Sparaðu eldsneyti og dragðu úr losun með 48V Mild hybrid-kerfi. Kerfið vinnur með eldsneytisvélinni til að skila auknu togi við inngjöf.

Meiri afköst. Minni losun. CVVD-vélartækni.

Hyundai hefur þróað fyrstu CVVD-tæknina (Continuously Variable Valve Duration). Tæknin hámarkar afköst vélarinnar og sparneytni um leið og hún er vistvæn. Ventlastjórnunartæknin stjórnar tímastillingu opnunar og lokunar eftir akstursskilyrðum.

HTRAC™-aldrifskerfi.

Vont veður? Krappar beygjur? Ekkert mál. HTRAC™-aldrifskerfið býður upp á hámarksstjórn og afköst í beygjum.

Rafræn ESC-stöðugleikastýring.

Njóttu aukinnar stjórnar. Rafræn ESC-stöðugleikastýring eykur þægindi og stjórn með því að draga úr veltu, halla og lóðréttri hreyfingu með stillingu fjöðrunar á hverju hjóli fyrir sig.

Torfærustilling.

Snjór? Sandur? Aur? Ekkert mál. Torfærustillingin gerir þér kleift að velja á þægilegan hátt á milli akstursstillinga til að fínstilla aksturseiginleika og aldrifsstillingu fyrir mismunandi aðstæður.

Njóttu aukinnar hugarróar með mesta örygginu í flokki
sambærilegra bíla.

Nýr Tucson býður upp á enn meira öryggi og hugarró fyrir þig og þína nánustu með háþróuðum akstursaðstoðarkerfum og akstursöryggispakka sem inniheldur hugvitssamlega eiginleika.

Þjóðvegaakstursaðstoð (HDA).

Nýr Tucson er nú í fyrsta sinn búinn þjóðvegaakstursaðstoð. Þessi búnaður er samsettur úr akreinaaðstoð og snjallhraðastilli sem er tengdur við leiðsögn. Búnaðurinn notar skynjara og kortagögn til að tryggja öruggan akstur og sjálfvirka stillingu hraða þar sem hraðatakmarkanir gilda. Sérstakur hnappur á stýri gerir ökumanni kleift að kveikja á þjóðvegaakstursaðstoðinni.

FCA-árekstraröryggiskerfi.

FCA-árekstraröryggiskerfið hemlar sjálfkrafa þegar það greinir skyndilega hemlun hjá bílnum fyrir framan eða gangandi vegfarendur og hjólreiðafólk. Nú er búið að bæta við kerfið gatnamótabeygjubúnaði sem er sérstaklega hannaður til að koma í veg fyrir framanákeyrslu þegar beygt er til vinstri á gatnamótum (í löndum þar sem vinstri umferð er við líði).

Fjarstýrð snjallbílastæðaaðstoð.

Nýr Tucson getur nú sjálfkrafa lagt í og ekið úr bílastæði. Kerfið getur meira að segja bakkað bílnum í stæði eftir að ýtt er á einn hnapp.

Háljósaaðstoð.

Greinir ökutæki úr gagnstæðri átt og ökutæki fram undan og skiptir sjálfkrafa á lágu ljósin. Þegar engin ökutæki greinast lengur er aftur kveikt á háljósunum til að hámarka útsýnið.

Aukið öryggi með sjö loftpúðum.

Bíllinn er búinn háþróuðu sjö loftpúða kerfi með hliðarloftpúða á milli framsæta, sem ekki er að finna í öðrum bílum í flokki sambærilegra bíla.

Blindsvæðismynd.

Nú sérðu hvað er að gerast til vinstri og hægri fyrir aftan bílinn á skjá í stafræna mælaborðinu í Tucson. Myndavélarnar verða virkar þegar stefnuljósin eru sett á þegar skipt er um akreinar.

Akreinaaðstoð.

Nýr Tucson er búinn akreinaaðstoð. Þegar kveikt er á henni heldur hún bílnum á miðri akreininni á hraða milli 0 og 180 kílómetra/klst. á þjóðvegum og á götum innanbæjar.

Snjallhraðastillir með tengingu við leiðsögn.

Meira öryggi, minna stress. Búnaðurinn heldur tiltekinni fjarlægð frá ökutækinu fyrir framan, auk þess að stjórna hraðanum þegar beygt er.

7 ára ábyrgð

Eins og allir bílar frá Hyundai er Tucson smíðaður samkvæmt ströngustu gæðastöðlum. Til viðbótar þessari gæðatryggingu fylgir honum sjö ára ábyrgð til að þú getir notið þess sem þú kannt best að meta í lífinu, án þess að hafa áhyggjur af bílnum. Auk þess er LiPo-rafhlaða Tucson með átta ára eða 160.000 km ábyrgð, hvort sem kemur fyrr. Aktu um áhyggjulaus með eina bestu ábyrgð sem fyrirfinnst í bílaiðnaðinum
Hyundai ábyrgð

Viltu nánari upplýsingar?

Hvað getum við gert fyrir þig?
Fyrirspurn þín hefur verið móttekin!
Oops! Eitthvað fór úrskeiðis, fylltir þú út alla stjörnumerktu reitina?
Verð og búnaður