Þjónusta

Áreiðanleiki

Hyundai er umhugað um að meta stöðugt síbreytilegar þarfir viðskiptavina sinna. Þess vegna munu starfsmenn Hyundai hlusta af kostgæfni á hvað viðskiptavinirnir hafa fram að færa og þannig stuðla að ánægju þeirra.

Með því að bjóða 5 ára ábyrgðar ásamt gæðaskoðun og vegaaðstoð án endurgjalds er viðskiptavinum Hyundai gefin kostur á að njóta þess að tilheyra hópi bíleigenda sem fær fyrsta flokks þjónustu við allar aðstæður yfir allan ábyrgðatíma bílsins og þannig á upplifunin að koma þægilega á óvart í hvert skipti sem viðskiptavinur kemur með bílinn til eftirlits.

Þjónusta

Við leggjum okkur fram um að bjóða persónulega þjónustu með áherslu á að lámarka stopp tíma bílsins. Verkstæði okkar er vel tækjum búið og annast allar þjónustuskoðanir, almennar viðgerðir ásamt ástandskoðunum.

Þjónustuskoðanir

Bjóðum upp á Þjónustuskoðanir. Til að viðhalda ábyrgð framleiðanda er nauðsynlegt að á 15.000km fresti en þó eigi sjaldnar en 12 mánaða fresti, sé farið með bílinn í þjónustuskoðun.í skoðuninni er farið yfir þau atrið sem framleiðandi gerir kröfum um og lagfærð ef þörf, ásamt olíuskiptum. Sjá þjónustubók.

Bilanagreining

Bilanagreining. Ef ekki næst að sjá hvað er að bílnum í Léttskoðuninni þá er næsta skref að setja bílinn í hendur þrautþjálfaðra aðila sem að sjá um að skoða og greina bilunina. Mikilvægt er að sem bestar upplýsingar komi frá eiganda/notanda til að bilanagreiningin verði markviss og taki sem stystan tíma. Því hvetjum við þig, ef þú þarf á bilanagreiningu að halda, til þess að fylla út eyðublöð sem liggja frammi í móttökunni og eru einni aðgengileg hér á vefnum.

Skutluþjónusta og bílaleiga

Þegar þú kemur með bílinn þinn í skoðun eða til viðgerðar hjá okkur bjóðum við þér upp á ,,skutluþjónustu" - þ.e. að keyra þig heim eða til vinnu og sækja síðan aftur þegar bíllinn þinn er tilbúinn. Skutlan fer frá Kauptúni kl 08:15 og sækir um kl 16:00

Einnig stendur þér til boða bílaleigubíll á mjög hagstæðum kjörum meðan við þjónustum bílinn þinn. Fyrir þá sem eru mikið á ferðinni er þetta frábært kostur - kynntu þér verð og úrval bílaleigubílann þegar þú pantar tíma hjá okkur.